Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 15. mars 2024 14:23
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Aron Þrándar frá þar til um miðjan maímánuð
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Aron Elís Þrándarson lykilmaður Íslandsmeistara Víkings missir af upphafi Bestu deildarinnar vegna ökklameiðsla.

„Það er töluvert í hann. Við erum að miða við miðjan maí, eitthvað svoleiðis," segir Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings í samtali við Vísi.

Aron meiddist í Lengjubikarleik gegn ÍA í lok febrúar og hefur ekki æft síðan. Hann hefur þrátt fyrir það verið með Víkingum í æfingaferð á Spáni.

„Þetta er bara fótboltinn, Kevin De Bruyne meiðist og allir meiðast: Þú þarft bara að glíma við þetta, það er ekkert flóknara en það," segir Arnar.

Víkingar hefja titilvörnina þegar þeir taka á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu deildarinnar þann 6. apríl. Í apríl mun Víkingur einnig mæta Fram, Breiðabliki og KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner