Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 15. mars 2024 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Pablo segir Víkinga á betri stað en í fyrra - „Ætlum ekki að verja titilinn, heldur vinna hann aftur"
Við ætlum okkur að reyna vinna deildina, ætlum ekki að verja titilinn, heldur vinna hann aftur.
Við ætlum okkur að reyna vinna deildina, ætlum ekki að verja titilinn, heldur vinna hann aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auðvitað viljum við fá keppnisleiki fyrir mót, en á sama tíma þá myndi ég segja að við þurfum aðeins að tapa til þess að fá hungrið aftur í að vinna.
Auðvitað viljum við fá keppnisleiki fyrir mót, en á sama tíma þá myndi ég segja að við þurfum aðeins að tapa til þess að fá hungrið aftur í að vinna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við skiljum kerfið hans Arnars og leikmenn sem komu inn í fyrra eru komnir með eitt ár af reynslu með liðinu.
Við skiljum kerfið hans Arnars og leikmenn sem komu inn í fyrra eru komnir með eitt ár af reynslu með liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed var í gær til viðtals hér á Fótbolti.net. Pablo er leikmaður Víkings og er á leið í sitt fjórða tímabil í Víkinni.

Hann var staddur með liðsfélögum sínum á Kanaríeyjum. Flogið er heim í dag úr æfingaferðinni. Pablo var spurður út í undirbúningstímabilið og komandi átök í Bestu deildinni.

„Ég er ánægður með undirbúningstímabil, það er búið að vera mjög gott. Ég myndi segja að við séum á betri stað en við vorum á í fyrra, erum í betra formi, liðsheildin er betri, erum nánast með sama lið og höfum fengið nokkra menn inn sem hafa verið upp á tíu. Við erum að einbeita okkur að fyrsta leik sem er gegn Val (Meistarakeppni KSÍ) og svo eru það Stjarnan, Fram og Breiðablik í Bestu deildinni. Það er stutt í að þetta byrjar."

Pablo talar um að liðið sé á betri stað. Hvað hafa Víkingar gert öðruvísi núna?

„Við erum búnir að vera lengur saman sem hópur, það hjálpar. Við skiljum kerfið hans Arnars og leikmenn sem komu inn í fyrra eru komnir með eitt ár af reynslu með liðinu. Það komu ekki margir inn núna og fóru ekki margir út núna."

Þurfa aðeins að tapa til að fá hungrið í að vinna aftur
Víkingur komst ekki í undanúrslit Lengjubikarsins. Pablo hefur ekki áhyggjur af því.

„Nei, það hefði bara verið bónus að ná þangað. Auðvitað viljum við fá keppnisleiki fyrir mót, en á sama tíma þá myndi ég segja að við þurfum aðeins að tapa til þess að fá hungrið aftur í að vinna. Ég held að þetta sé gott fyrir okkur."

Víkingur vann einungis tvo af fimm leikjum sínum í Lengjubikarnum en gerði hins vegar þrjú jafntefli.

Ætla ekki að verja titilinn, heldur að vinna hann aftur
Hvernig líst þér á deildina? Hvaða lið heldur þú að verði að berjast efst í töflunni?

„Allir byrja á núlli núna. Við ætlum okkur að reyna vinna deildina, ætlum ekki að verja titilinn, heldur vinna hann aftur. Ég myndi segja að það séu 7-8 lið sem geta barist um titilinn núna. Ég myndi halda að deildin verði miklu, miklu þéttari en í fyrra," sagði Pablo.

Komnir
Jón Guðni Fjóluson frá Hammarby
Óskar Örn Hauksson frá Grindavík
Pálmi Rafn Arinbjörnsson frá Wolves
Valdimar Þór Ingimundarson frá Sogndal
Bjarki Björn Gunnarsson frá ÍBV (var á láni)
Sveinn Gísli Þorkelsson frá Fylki (var á láni)

Farnir
Arnór Borg Guðjohnsen til FH (var á láni - seldur)
Birnir Snær Ingason til Halmstad
Logi Tómasson til Strömsgodset
Kyle McLagan í Fram
Þórður Ingason hættur
Athugasemdir
banner
banner
banner