Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 15. mars 2024 08:12
Elvar Geir Magnússon
Stefnir í að England nái fimmta Meistaradeildarsætinu
Brighton náði í stig fyrir England í gær með því að vinna Roma.
Brighton náði í stig fyrir England í gær með því að vinna Roma.
Mynd: Getty Images
Svo gæti farið að England fái fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili, fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar gefur þá þátttökurétt í keppninni.

Til þess að landa fimmta Meistaradeildarsætinu þurfa ensku liðin að ná ákveðnum árangri í þeim Evrópukeppnum sem eru í gangi á þessu tímabili.

Mögnuð endurkoma Bayer Leverkusen í gær þýðir að Þýskaland er enn fyrir ofan England í baráttunni um auka sæti í Meistaradeildinni. En samanlagður árangur ensku liðanna í leikjum gærdagsins, þar á meðal sigur Brighton gegn Roma þó liðið hafi fallið úr leik, þýðir að England nálgast sætið.

„Það yrði mjög óvænt ef enska úrvalsdeildin fær ekki fimmta Meistaradeildarsætið. Það þýðir að áttunda sætið í úrvalsdeildinni gæti nægt til að komast í Sambandsdeildina," segir Simon Stone íþróttafréttamaður breska ríkisútvarpsins.

„England á fimm lið eftir í Evrópukeppnum, Þýskaland er aðeins með þrjú. Flestir telja Manchester City og Arsenal sigurstranglegri í Meistaradeildinni en Bayern München eða Borussia Dortmund. Þessi barátta gefur síðustu vikum tímabilsins aukið vægi."

Tottenham er sem stendur í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en í því sjötta situr Manchester United.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 21 6 8 72 50 +22 69
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 8 12 61 58 +3 47
10 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
11 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
12 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner