Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 15. júní 2020 23:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Helduru að einhver leikmaður í Gróttuliðinu kæmist í 23 manna æfingahóp Breiðabliks?"
Úr leik Blika og Gróttu í gær.
Úr leik Blika og Gróttu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Við erum minnugir þess að báðir nýliðarnir í fyrra mættu á Kópavogsvöllinn og unnu, bæði HK og Skaginn," sagði Hjörvar Hafliðason þegar opnað var á umræðu um leik Breiðabliks og Gróttu frá í gær. Guðmundur Benediktsson og Davíð Þór Viðarsson voru ásamt Hjörvari að ræða um Pepsi Max-deildina í þættinum Pepsi Max Stúkan.

„Þetta var kannski því smá próf fyrir þá en það er svo rosalegur getumunur, helduru að einhver leikmaður í Gróttuliðinu kæmist í 23 manna æfingahóp Breiðabliks?" spurði Hjörvar og bætti svo við: „Fyrir utan markmanninn, hann er auðvitað mjög efnilegur. Helduru að Óskar myndi taka einhvern af þessum mönnum inn í æfingahóp hjá sér?" hélt Hjörvar áfram og beindi spurningunni til Gumma.

„Ég held það sé voðalega erfitt að segja. Svo eru sumir leikmenn sem bregðast þannig við að æfa með betri leikmönnum..." sagði Gummi og fékk ekki að klára.

„Já já já, en allavega ef þú ættir að velja 23 leikmenn og hefur alla þessa menn fyrir framan þig, sautján ára og eldri úr báðum félögum," sagði Hjöbbi.

„Þetta er mjög erfitt fyrir mig að svara þessu en ég held að Óskar Hrafn [Þorvaldsson] sem þekkir alla leikmennina í báðum liðum þá er ég sannfærður að hann hefði tekið einhvern úr leikmannahópi Gróttu," sagði Gummi.

Hjörvar sagði svo að hann hefði heyrt menn bera leikin í gær, sem Breiðablik sigraði 3-0, saman við þegar lið úr efstu deild mæta liðum úr neðri deildum í bikarnum.

Sjá einnig:
„Grótta fer aldrei yfir tug stiga"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner