Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 16. júní 2020 12:36
Elvar Geir Magnússon
Rashford fékk forsætisráðherrann til að skipta um skoðun
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Mynd: Getty Images
Macus Rashford, sóknarmaður Manchester United, segist vera nánast orðlaus eftir að barátta hans fyrir börn sem lifa við fátækt hafa skilað miklum árangri.

Rashford hefur staðið fyrir söfnun svo börn sem koma af fátækum fjölskyldum fái ókeypis máltíðir í skólanum.

Þrýstingur frá Rashford gerði það að verkum að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ákvað að 120 milljónir punda yrðu settar í það að börn sem lifa við mesta fátækt fái mat í skólanum.

Þetta er mikill viðsnúningur frá fyrri áætlunum bresku ríkisstjórnarinnar.

„Sjáið bara hvað við getum gert í sameiningu. Þetta er ENGLAND 2020" skrifaði Rashford á Twitter.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner