Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 16. júní 2020 08:31
Magnús Már Einarsson
Snýr Man Utd sér að Bailey?
Powerade
Leon Bailey fagnar marki.
Leon Bailey fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Thomas Meunier
Thomas Meunier
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýr dagur, nýr slúðurpakki. Ensku blöðin eru mætt með allar helstu kjaftasögurnar.



Manchester United er að íhuga að bjóða 40 milljónir punda í Leon Bailey (22) kantmann Bayer Leverkusen en hann er ódýrari en Jadon Sancho (20) hjá Dortmund og Jack Grealish (21) hjá Aston Villa. (Mail)

Bayern Munchen er í bílstjórasætinu í baráttunni um Kai Havertz (21) miðjumann Bayer Leverkusen á undan Chelsea og Manchester United. Bayern vill líka fá Leroy Sane (24) frá Manchester City. (Telegraph)

Leicester er að berjast við Crystal Palace um James Tarkowski (27) miðvörð Burnley. (Mirror)

Chelsea gæti klárað kaupin á Timo Werner (24) framherja RB Leipzig í þessari viku. (Evening Standard)

Juventus vill fá Jorginho (28) og Marcos Alonso (29) frá Chelsea. (Express)

Manchester City er að skoða Achraf Hakimi (21) hægri bakvörð Real Madrid en hann er í dag í láni hjá Dortmund. (AS)

Tottenham er í viðræðum við Thomas Meunier (28) bakvörð PSG en hann verður samningslaus í sumar. (Express)

Chelsea hefur hafið viðræður við Brentford um kaup á kantmanninum Said Benrahma. (RMC)

Þetta eru vonadar fréttir fyrir Aston Villa sem hefur haft augastað á Benrahma í heilt ár. (Birmingham Live)

Ronald de Boer segir að Donny van de Beek, miðjumaður Ajax, vilji frekar fara til Real Madrid en Manchester United. (Marca)

Nice ætlar að bjóða tvær milljónir punda í Morgan Schneiderlin (30) miðjumann Everton í þessari viku. (Mail)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, vill fá varnarmanninn Thiago Silva (35) frítt frá PSG. (Sun)

Arsenal er tilbúið að þrefalda laun miðjumannsins Thomas Partey (27) til að fá hann frá Atletico Madrid. (Goal)

Daniel Ayala (29) varnarmaður Middlesbrough neitar að spila með liðinu eftir að samningur hans rennur út 30. júní. Leeds hefur sýnt Ayala áhuga. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner