Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
   mið 16. ágúst 2017 17:30
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns: Verðum að trúa því að við eigum möguleika
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar FH leika gegn Braga frá Portúgal í umspili fyrir Evrópudeildina en fyrri viðureignin verður í Kaplakrika klukkan 17:45 á morgun fimmtudag.

Líkurnar eru allar með Braga en liðið er að mestu skipað portúgölskum og brasilískum leikmönnum.

Fótbolti.net ræddi við Heimi Guðjónsson, þjálfara FH, á æfingu Hafnarfjarðarliðsins í Kaplakrika.

„Braga er með hörkugott lið og við þurfum að spila tvo mjög góða leiki. Þeir eru mjög góðir í að halda bolta innan liðsins og eru með flinka leikmenn. Þeir eru góðir í stutta spilinu og eru heilt yfir bara gott fótboltalið," segir Heimir.

„Við þurfum að vera klókir í varnarleiknum. Þessi lið eru fljót að refsa fyrir mistök. Við þurfum líka að vera árásagjarnir. Við sáum í seinni leiknum í Maribor að við vorum of fljótir að fara í löngu boltana. Við þurfum að geta haldið boltanum og fundið veikleikana á andstæðingunum og skapa okkur betri færi."

Við spurðum Heimi hreint út hvort FH ætti raunverulega möguleika í þessu einvígi.

„Við verðum alltaf að trúa því að við eigum möguleika. Ég hef alltaf sagt það með Evrópukeppnina að við verðum að trúa að við eigum möguleika. Þegar FH liðið stendur saman þá er möguleiki."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Sjá einnig:
Böddi löpp: Notum kannski svipað leikplan og ÍBV gerði gegn okkur
Athugasemdir
banner
banner