Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
   sun 28. apríl 2024 21:46
Elvar Geir Magnússon
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Eyþór Wöhler talar í fyrirsögnum, sem er kannski eðlilegt í ljósi þess að hann skrifaði Frasabókina.
Eyþór Wöhler talar í fyrirsögnum, sem er kannski eðlilegt í ljósi þess að hann skrifaði Frasabókina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Olga Færseth raðaði inn mörkum fyrir kvennalið KR.
Olga Færseth raðaði inn mörkum fyrir kvennalið KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var æsingur og læti á Meistaravöllum þar sem Breiðabliki tókst að landa öllum stigunum þremur með 3-2 sigri á KR. Það var hart barist og mikil spenna í lokin.

Eyþór Wöhler kom inn af bekknum hjá KR en hann gekk í raðir félagsins frá einmitt Breiðabliki fyrir nokkrum vikum.

„Virkilega súrt, sérstaklega á móti gömlu félögunum. Við áttum skilið að fá eitthvað úr þessum leik. Mér leið eins og ég væri í Keanu Reeves mynd þarna í endann, við vorum að hleypa þessu upp í vitleysu og það gekk að einhverju leyti," segir Eyþór í viðtali við Sæbjörn Steinke.

Eyþór fékk að heyra það frá sínum fyrrum liðsfélaga, Damir Muminovic, eftir að hafa brotið á Arnóri Gauta.

„Ég fatta það ekki alveg. Serbinn þarf bara aðeins að róa sig niður og hætta að skipta sér af. Þetta var klárlega gult spjald og aukaspyrna en svo bara búið eftir það og við höldum áfram."

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Breiðablik

Í uppbótartíma náði KR að minnka muninn úr vítaspyrnu sem Eyþór krækti í.

„Þetta var alltaf víti. Damir bara rífur mig niður. Ég fann bara fyrir snertingu og ég myndi segja að þetta hafi verið víti," segir Eyþór.

„Það er létt að mótivera sig fyrir svona leiki og gaman að koma inn í svona hörkuleik þar sem mikið er undir og hiti milli liða. Ég hef gaman að svona slagsmálum og að fara í menn, það skemmir ekki fyrir að það séu gömlu liðsfélagarnir. Svo knúsast menn bara eftir leik og taka í höndina á hvor öðrum."

Í lokin voru alls átta leikmenn úr Mosfellsbæ inni á vellinum, þar á meðal er Eyþór.

„Það er einstakt. Það er eitthvað í vatninu þarna í Mosfellsbæ og vonandi sameinum við krafta okkar einhverntímann í Aftureldingu og komum liðinu í fremstu röð," segir Eyþór.

Fótspor Olgu Færseth mjög stór
Hann var í lokin spurður til gamans út í skemmtileg ummæli sem hann hafði við Stöð 2 þegar hann skipti yfir í KR. Fyrirsögn viðtalsins var sú að hann vildi vera jafn iðinn við kolann hjá félaginu og Olga Færseth var. Hefði ekki verið sniðugt að setja raunhæfara markmið?

„Hún skoraði einhver 350 mörk í um 320 leikjum. Hún var alveg lúsiðin við kolann. Maður vill setja markmiðið hátt og feta í fótspor Olgu Færseth. Ég er mikill aðdáandi Olgu og sagan drýpur af hverju strái hér í KR. Hennar fótspor eru mjög stór en reynum að fylla í þau," segir Eyþór léttur.
Athugasemdir