Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   sun 28. apríl 2024 21:46
Elvar Geir Magnússon
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Eyþór Wöhler talar í fyrirsögnum, sem er kannski eðlilegt í ljósi þess að hann skrifaði Frasabókina.
Eyþór Wöhler talar í fyrirsögnum, sem er kannski eðlilegt í ljósi þess að hann skrifaði Frasabókina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Olga Færseth raðaði inn mörkum fyrir kvennalið KR.
Olga Færseth raðaði inn mörkum fyrir kvennalið KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var æsingur og læti á Meistaravöllum þar sem Breiðabliki tókst að landa öllum stigunum þremur með 3-2 sigri á KR. Það var hart barist og mikil spenna í lokin.

Eyþór Wöhler kom inn af bekknum hjá KR en hann gekk í raðir félagsins frá einmitt Breiðabliki fyrir nokkrum vikum.

„Virkilega súrt, sérstaklega á móti gömlu félögunum. Við áttum skilið að fá eitthvað úr þessum leik. Mér leið eins og ég væri í Keanu Reeves mynd þarna í endann, við vorum að hleypa þessu upp í vitleysu og það gekk að einhverju leyti," segir Eyþór í viðtali við Sæbjörn Steinke.

Eyþór fékk að heyra það frá sínum fyrrum liðsfélaga, Damir Muminovic, eftir að hafa brotið á Arnóri Gauta.

„Ég fatta það ekki alveg. Serbinn þarf bara aðeins að róa sig niður og hætta að skipta sér af. Þetta var klárlega gult spjald og aukaspyrna en svo bara búið eftir það og við höldum áfram."

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Breiðablik

Í uppbótartíma náði KR að minnka muninn úr vítaspyrnu sem Eyþór krækti í.

„Þetta var alltaf víti. Damir bara rífur mig niður. Ég fann bara fyrir snertingu og ég myndi segja að þetta hafi verið víti," segir Eyþór.

„Það er létt að mótivera sig fyrir svona leiki og gaman að koma inn í svona hörkuleik þar sem mikið er undir og hiti milli liða. Ég hef gaman að svona slagsmálum og að fara í menn, það skemmir ekki fyrir að það séu gömlu liðsfélagarnir. Svo knúsast menn bara eftir leik og taka í höndina á hvor öðrum."

Í lokin voru alls átta leikmenn úr Mosfellsbæ inni á vellinum, þar á meðal er Eyþór.

„Það er einstakt. Það er eitthvað í vatninu þarna í Mosfellsbæ og vonandi sameinum við krafta okkar einhverntímann í Aftureldingu og komum liðinu í fremstu röð," segir Eyþór.

Fótspor Olgu Færseth mjög stór
Hann var í lokin spurður til gamans út í skemmtileg ummæli sem hann hafði við Stöð 2 þegar hann skipti yfir í KR. Fyrirsögn viðtalsins var sú að hann vildi vera jafn iðinn við kolann hjá félaginu og Olga Færseth var. Hefði ekki verið sniðugt að setja raunhæfara markmið?

„Hún skoraði einhver 350 mörk í um 320 leikjum. Hún var alveg lúsiðin við kolann. Maður vill setja markmiðið hátt og feta í fótspor Olgu Færseth. Ég er mikill aðdáandi Olgu og sagan drýpur af hverju strái hér í KR. Hennar fótspor eru mjög stór en reynum að fylla í þau," segir Eyþór léttur.
Athugasemdir