Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 17. júní 2020 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola um #BlackLivesMatter: Ég skammast mín
#BlackLivesMatter
#BlackLivesMatter
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, sýndi stuðning ásamt leikmönnum fyrir leik liðsins gegn Arsenal í kvöld en hann kraup fyrir leikinn í baráttunni gegn kynþáttafordómum og lögregluofbeldi í garða svartra.

Lögreguofbeldi og kynþáttafordómar eru því miður daglegt brauð í fjölmörgum löndum um allan heim. Morðið á George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum vakti mikinn óhug á dögunum en lögreglumaðurinn Derek Chauvin kraup þá á háls hans í níu mínútur áður en Floyd var úrskurðaður látinn á spítala. Floyd grátbað lögreglumanninn um líf sitt en varð ekki að ósk sinni.

Mótmæli brutust út og mikil reiði á götum í Bandaríkjunum sem breiddist svo víða um allan heim. Það hefur verið kallað eftir aðgerðum. Chauvin og þrír aðrir lögregluþjónar sem komu að morðinu voru handteknir en vandamálið er mun dýpra og skammast Guardiola sín fyrir hegðun hvíta mannsins.

„Við ættum að senda þúsund milljón skilaboð fyrir svart fólk því ég skammast mín svo innilega fyrir það sem hvítt fólk hefur gert í garð svartra," sagði Guardiola.

„Hvernig getur fólk haldið að það sé eitthvað öðruvísi? Allur þessi gjörningur sem við erum að reyna að gera gott og mjög jákvætt. Við eigum að gera allt sem við getum til gera þetta meðvitað, þetta er ekki ásættanlegt."

„Við þurfum að gera ansi mikið fyrir svart fólk, eitthvað sem við höfum ekki gert til þessa,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner