Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 18. júlí 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Kokkurinn fær sérstakt hrós - „Maturinn sem er á borðum er algjörlega frábær"
Icelandair
Landsliðskonurnar ásamt landsliðskokknum, Ylfu Helgadóttur.
Landsliðskonurnar ásamt landsliðskokknum, Ylfu Helgadóttur.
Mynd: KSÍ
Landsliðskokkurinn, Ylfa Helgadóttir, fær sérstakt hrós frá Ásmundi Haraldssyni, aðstoðarþjálfara íslenska kvennalandsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net, en hann segir það gríðarlega mikilvægt að hafa hana með liðinu á Englandi.

Ylfa hefur hugsað vel um landsliðið á Evrópumótinu. Hún hefur verið hluti af kokkalandsliðinu til fjölda ára og átti og rak veitingastaðinn Kopar áður en hún seldi hann fyrir tveimur árum.

Hún er gríðarlega vinsæl hjá bæði landsliðskonunum og starfsliði KSÍ, en Ásmundur átti varla til lýsingarorðin til að lýsa því hvað hún væri mikilvæg fyrir landsliðið.

„Það er bara algjörlega lífsnauðsynlegt. Íþróttamennirnir þeir þurfa eitthvað svoleiðis og svo er það mesti mælikvarðinn er starfsfólkið sem getur ekki verið að borða kjúkling, pasta og spagettí í öll mál. Ég get alveg sagt þér það að Ylfa er snillingur og maturinn sem er á borðum er algjörlega frábær."

„Það kemur ekki eitt móment þar sem maður hugsar „ohh hvað ég væri til að fá eitthvað annað, ekki einu sinni. Þegar maður er kominn í síðustu máltíð dagsins og það er spagettí eða eitthvað annað, en það er ekkert svoleiðis. Algjörlega 'crucial', þetta eru þó nokkuð margir dagar þar sem við þurfum að borða,"
sagði Ásmundur við Fótbolta.net.
Segir heilmargt um þetta lið - „Við erum náttúrulega bara Ísland"
Athugasemdir
banner
banner