Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   lau 20. júlí 2019 17:01
Stefán Marteinn Ólafsson
Þórhallur: Gríðarlega ánægður að þetta falli með okkur
Þórhallur Siggeirsson þjálfari Þróttar
Þórhallur Siggeirsson þjálfari Þróttar
Mynd: Raggi Óla
Þróttarar gerðu sér ferð suður með sjó í dag og heimsóttu heimamenn í Njarðvík á Rafholtsvellinum þegar flautað var til leiks í 13.Umferð Inkasso deildar karla í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  3 Þróttur R.

„Bara gríðarlega ánægður, sér í lagi hvernig leikurinn spilaðist og þróaðist að við skulum enda þetta á því að sigra leikinn, það var mjög ánægjulegt." Sagði Þórhallur Siggeirsson þjálfari Þróttara eftir leikinn í dag.

„ Ég ætla ekki að segja að ég hafi verið 100% sáttur með framistöðuna en hugarfarið og að við skildum núna ná að klára svona jafnan leik, þetta er svona eins og flestir leikir í þessari deild, þetta er mjög jafnt og þetta er að falla bara á einhverjum ákveðnum atriðum þessir leikir og þessir leikir hafa verið að falla okkur í óhag í fyrri umferðinni, margir mjög jafnir leikir sem við höfum verið að fá á okkur mörk á síðustu mínútunum og annað í leikjum og þess vegna er ég er gríðarlega ánægður að þetta skuli falla með okkur í dag. Sér í lagi hvernig síðasti leikur spilast, við áttum ágætis framistöðu en fengum ekkert úr leiknum og nú í dag er framistaðan kannski ekki frábær en við náum að loka þremur stigum."

„Reyna spila þegar við getum, þetta er erfiður völlur. Markteigirnir eru handónýtir og skritið eða svolítið frábrugðið því að vera spila á hröðu gervigrasi sem flest liðin spila í að koma hérna einhvernegin og það er svona annar leikur en við náðum að aðlagast nokkuð hratt miðað við fyrri hálfleikinn.



Aðspurður út í hvort það verði einhverjar þreifingar á hópnum í glugganum hafði Þórhallur þetta að segja.
„Já það verða það en bara eitthvað sem er í skoðun. Við erum eins og flest lið að missa menn út í skóla og líklega koma einhverjir inn í staðinn."

Nánar er rætt við Þórhall Siggeirsson í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner