Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
   fös 21. maí 2021 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes um landsliðið: Ekki mitt að svara fyrir það
Birkir er í landsliðshópnum en Hannes ekki.
Birkir er í landsliðshópnum en Hannes ekki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er léttir að við höfum klárað þetta. Þetta leit ekki sérstaklega vel út. Leiknismennirnir lögðu þennan leik vel upp og gerðu okkur mjög erfitt fyrir," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, eftir sigur á uppeldisfélagi sínu, Leikni, 1-0 í Pepsi Max-deildinni.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Leiknir R.

„Við höfum þurft að hafa fyrir þessu á þessu tímabilinu sem gefur manni von um það að við eigum helling inni. Við erum sammála um að við eigum fullt inni en samt erum við búnir að ná í 13 stig af 15 mögulegum. Við þurfum aðeins að fara að skerpa frammistöðuna í fyrri hálfleik sérstaklega."

Landsliðshópurinn var tilkynntur í dag og þar var ekki nafn Hannesar. Það kom á óvart enda er Hannes búinn að vera lykilmaður í landsliðinu síðustu ár.

„Það er ekki mitt að svara fyrir það. Það er eins og það er. Það verður að spyrja þjálfarana út í það."

„Þetta er utan landsleikjaglugga, sem sagt með Mexíkó leikinn. Ég held að þetta verði skrautleg ferð, það taka ekki allir þátt í öllum leikjum og þannig. Þetta var svolítið fram og til baka (á milli Vals og KSÍ). Ég hef engar skýringar á þeim ákvörðunum sem eru teknar, það verður að ræða við þjálfarana."

„Það var rætt við mig og farið yfir þetta. Þessi ferð þróaðist öðruvísi en upphaflega var planað, ég held að það hafi verið einhver mannekla með þennan hóp. Ég vil ekki vera að fara út í smáatriði, það er ekki mitt að svara fyrir það. Það er allt í góðu og við ræddum um framhaldið sem er í haust."

Hægt er að horfa á viðtalið við Hannes í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner