Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   þri 23. apríl 2024 18:46
Brynjar Ingi Erluson
Slot elskaður í Rotterdam - „Kæmi með klikkaðan og aðlaðandi fótbolta“
Arne Slot
Arne Slot
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Hollenski blaðamaðurinn Marcel van der Kraan fer fögrum orðum um landa sinn, Arne Slot, sem er orðaður við stjórastöðuna hjá Liverpool.

Hinn afar virti Paul Joyce hjá Times segir að Liverpool hafi verulegan áhuga á að ráða Slot í sumar.

Jürgen Klopp hættir eftir leiktíðina en margir hafa verið orðaðir við stöðuna.

Xabi Alonso var sagður efstur á blaði en hann ákvað að vera áfram hjá Bayer Leverkusen. Portúgalski þjálfarinn Ruben Amorim er ólíklegur, en hann hefur verið að ræða við West Ham.

Slot, sem varð hollenskur meistari með Feyenoord á síðustu leiktíð, fær gæðavottun frá blaðamanninum Marcel van der Kraan, sem lofar mikilli skemmtun ef hann verður ráðinn til Liverpool.

„Arne Slot er líklegastur til að taka við Liverpool og var það aðeins tímaspursmál hvenær annað stórlið á Englandi kæmi bankandi á dyrnar. Hann hefur ekki bara náð árangri sem stjóri heldur hefur hann einnig verið svakalega áhrifamikill með leikstíl sinn, sem er mjög svo sóknarþenkjandi í svipuðum stíl og boltinn sem lið Pep Guardiola.“

„Ég býst ekki við að Feynoord muni standa í vegi fyrir honum. Félagið veit að hann er eftirsóttur en það vill hins vegar fá háa summu. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum, sem var metsamningur.“

„Aldrei áður í sögunni hefur hollenska fótboltafélag borgað stj´roa jafn há laun. Leikmönnum líkar vel við hann, aðdáendurnir elska hann og félagið elskar hann, og vill ekki að hann fari. Feyenoord á allan rétt á því að krefjast þess að fá háa summu þar sem það er engin klásúla í samningnum, sem var framlengdur á síðasta ári.“

„Hann hefur náð miklum árangri sem þjálfari og gerði Feyenoord að meisturum með því að spila klikkaðan og aðlaðandi fótbolta. Það sem þessi maður kemur með inn á völlinn er aðlaðandi, en það er ekkert meira sem hann getur unnið hér. Næsta skref fyrir hann er að fara til stærra félags í stærri deild og fyrir Hollendingum er engin deild stærri en sú enska. Það kæmi mér á óvart ef Slot stekkur ekki á þetta tækifæri og verður stjóri Liverpool á næstu leiktíð,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner