Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fim 25. apríl 2024 10:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Dijk spenntur fyrir Arne Slot: Hentar Liverpool
Mynd: EPA

Hollenski stjórinn Arne Slot, stjóri Feyenoord, er talinn líklegastur til að taka við af Jurgen Klopp sem stjóri Liverpool þessa stundina.


Þetta hefur verið mikill rússíbani hjá Liverpool í stjóraleit sinni en félagið virðist hafa misst af Xabi Alonso stjóra Leverkusen og Ruben Amorim stjóra Sporting Lisbon.

Hollendingurinn Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, yrði mjög hrifinn af því að fá Slot til Liverpool.

„Hann er einn af betri hollensku stjórunum í augnablikinu. Hvernig hann spilar og hans hugmyndir henta Liverpool. Ég les og heyri að þetta sé langt frá því að vera klárt. Við sjáum til. Við einbeitum okkur að því á næstu leiktíð en það er langt í það ennþá," sagði Van Dijk.


Athugasemdir
banner
banner