Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   mið 12. nóvember 2008 20:55
Þórður Már Sigfússon
Nottingham Forest og Coventry með augastað á Eggerti
Mynd: Getty Images
Nokkur lið úr ensku 1. deildinni hafa fylgst náið með Eggerti Gunnþóri Jónssyni, leikmanni Hearts, að undanförnu en hann hefur þótt spila afburðavel í síðustu leikjum liðsins.

Heimildir Fótbolta.net í Skotlandi herma að útsendarar frá Nottingham Forest hafi verið tíðir gestir á leikjum Edinborgarliðsins á síðustu vikum til þess að fylgjast með Eskfirðinginum.

Þá hefur Coventry einnig sýnt framgöngu leikmannsins áhuga og var Steve Kean, aðstoðarþjálfari Coventry, meðal áhorfenda á leik Hearts og Celtic fyrir skömmu í þeim tilgangi að skoða Eggert.

Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson spilar sem kunnugt er með Coventry.

Ljóst er að Hearts mun reynast erfitt að halda Eggerti haldi hann áfram á sömu braut en forráðamenn félagsins eru hins vegar ekki tilbúnir að láta hann fara fyrir lítinn pening.
Athugasemdir
banner
banner
banner