Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   þri 24. mars 2015 17:46
Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki Finnbogason í FH (Staðfest)
Foreldrar Kristjáns Flóka við undirritun samningsins í Kaplakrika í dag ásamt Jóni Rúnari Halldórssyni formanni knattspyrnudeildar FH og Heimi Guðjónssyni þjálfara FH.
Foreldrar Kristjáns Flóka við undirritun samningsins í Kaplakrika í dag ásamt Jóni Rúnari Halldórssyni formanni knattspyrnudeildar FH og Heimi Guðjónssyni þjálfara FH.
Mynd: FH
Kristján Flóki í leik með FH í Lengjubikarnum í mars árið 2013.
Kristján Flóki í leik með FH í Lengjubikarnum í mars árið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki Finnbogason framherji U21 árs landsliðs Íslands er genginn í raðir FH. Móðir hans skrifaði undir þriggja ára samning við FH í hans umboði í dag. Hann snýr til baka til uppeldisfélags síns eftir tveggja ára dvöl hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku.

Mikil umræða hefur verið um málefni Kristjáns Flóka undanfarna daga en Breiðablik tilkynnti í síðustu viku að Kristján Flóki hafi skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Það reyndist ekki rétt því Kristján Flóki var ekki búinn að skrifa undir samninginn. Í yfirlýsingu Breiðabliks í gær sagðist félagið þó hafa gert samkomulag við umboðsmann Kristjáns Flóka sem er Total Football umboðsskrifstofan.

Í dag gekk Kristján Flóki svo í raðir FH en hann er í Rúmeníu með U21 árs landsliðinu sem leikur þar vináttuleik á fimmtudaginn. Í Danmörku hefur Kristján verið að spila með vara- og unglingaliði FCK, en hann hefur raðað inn mörkum. Hann varð meðal annars markahæsti leikmaður unglingaliðs félagsins á síðustu leiktíð, en einnig hefur hann spilað með FCK í Evrópukeppni unglingaliða þar sem strákurinn ungi spilaði meðal annars við unglingalið Real Madrid, Barcelona og Juventus.

„Við FH-ingar erum gríðarlega ánægðir með fá til okkar Kristján Flóka sem er uppalinn leikmaður hjá FH. Hann mun styrkja hópinn og gefa okkur nýja vídd í sóknarleiknum. Við ætlumst til mikils af honum,“ segir Heimir Guðjónsson þjálfari FH í yfirlýsingu félagsins.

Kristján hefur spilað tvo leiki í Íslandsmóti fyrir FH, en hann lék einn leik 2012 og einn 2013. Hann hefur leikið 13 U17 ára landsliðsleiki og skorað í þeim tvö mörk. Einnig hefur hann spilað 18 U19 ára landsliðsleiki, en í þeim hefur hann skorað sex mörk.

FH og Breiðablik mætast í Lengjubikarnum næstkomandi laugardag klukkan 12:00.

Kristján Flóki er sjötti leikmaðurinn sem bætist í leikmannahóp FH í vetur. Senegalski kantmaðurinn Amath André Diedhiou kom til félagsins 11. mars síðastliðinn og áður höfðu komið Bjarni Þór Viðarsson frá Silkeborg í Danmörku, Guðmann Þórisson frá Mjallby í Svíþjóð, Belginn Jeremy Serwy sem spilaði í Ungverjalandi á síðasta tímabili og Þórarinn Ingi Valdimarsson frá ÍBV. Þá snýr Sam Tillen aftur eftir að hafa misst af allri síðustu leiktíð vegna meiðsla.

FH hefur misst Guðjón Árna Antoníusson og Hólmar Örn Rúnarsson í Keflavík, Ingimund Níels Óskarsson í Fylki, Ólaf Pál Snorrason í Fjölni auk þess sem Bandaríkjamaðurinn Sean Reynolds er farinn til síns heima.

Sjá einnig:
Spilar Kristján Flóki með FH en ekki Breiðabliki í sumar
Yfirlýsing frá Breiðabliki - Samkomulag við umboðsmanninn
Athugasemdir
banner
banner
banner