Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
banner
   fös 05. apríl 2024 20:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diljá lofaði skallamarki og skilaði því - „Það var skrifað í skýin"
Icelandair
Öðru marki Íslands fagnað.
Öðru marki Íslands fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var geggjuð frammistaða og við gerðum það sem við lögðum upp með," sagði Diljá Ýr Zomers, leikmaður Íslands, eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik í undankeppni Evrópumótsins 2025.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Pólland

Diljá átti sinn besta leik með íslenska landsliðinu en hún hefur verið að brillera með Leuven í Belgíu og er sjálfstraustið í botni.

„Það er alltaf geggjað að geta komið með góða frammistöðu inn í leiki og hjálpa liðinu með því. Ég er aðallega sátt með það að geta hjálpað liðinu."

Diljá skoraði annað mark Íslands eftir fyrirgjöf frá Sveindísi Jane Jónsdóttur.

„Ég gaf hann á Sveindísi og við náðum svo einhverju augnsambandi. Hún gaf hann inn í og ég réðst bara á boltann. Ég var búin að segja við Söndru Maríu (Jessen) fyrir leikinn að ég ætlaði að skora skallamark. Það var skrifað í skýin."

„Ég er ekki frá því að þetta hafi verið minn besti landsleikur," sagði Diljá. „Sjálfstraustið gæti ábyggilega verið hærra. Ég er kröfuhörð á sjálfa mig. Það er allt annað þegar maður kemur hingað inn. Maður skilur annað eftir úti sem maður er að gera hjá félagsliði. Það er geggjað samt að geta skilað því sama hér."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner