Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 05. apríl 2024 22:53
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo spilaði hálftíma í sigri - Al Hilal færist nær titlinum
Ronaldo fékk að spreyta sig í hálftíma
Ronaldo fékk að spreyta sig í hálftíma
Mynd: Getty Images
Portúgalska ofurstjarnan spilaði aðeins hálftíma er Al Nassr vann 1-0 sigur á Damac í sádi arabísku deildinni í kvöld.

Ronaldo hefur verið iðinn við kolann hjá Al Nassr á þessu tímabili en hann fékk aðeins að spreyta sig í hálftíma gegn liði Damac.

Hann kom ekki inn á fyrr en á 66. mínútu leiksins en nærvera hans á vellinum hjálpaði greinilega Al Nassr að vinna leikinn. Spænski varnarmaðurinn Aymeric Laporte gerði sigurmarkið í uppbótartíma.

Malcom skoraði á meðan tvö mörk í 4-1 sigri Al Hilal á Al Khaleej og er liðið því áfram með tólf stiga forystu á toppnum.

Al Nassr er í öðru sæti með 65 stig þegar sjö umferðir eru eftir og alveg óhætt að segja að Al Hilal sé komið með níu fingur á titilinn.

Karim Benzema og N'Golo Kanté spiluðu báðir í markalausu jafntefli Al Ittihad gegn Al Taawon á meðan Al Ahli gerði 1-1 jafntefli við Al Wehda.

Al Ahli er í 3. sæti með 52 stig en Al Ittihad í 4. sæti með 47 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner