Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
   fös 05. apríl 2024 20:03
Brynjar Ingi Erluson
Steini: Ingibjörg og Glódís voru með hana í gjörgæslu
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís var frábær í kvöld
Sveindís var frábær í kvöld
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ewa Pajor átti engan stórleik á Kópavogsvelli
Ewa Pajor átti engan stórleik á Kópavogsvelli
Mynd: EPA
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var virkilega sáttur með 3-0 sigurinn á Póllandi í fyrsta leik í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Pólland

Pólska liðið ógnaði verulega í byrjun leiksins en það var Ísland sem náði yfirhöndinni undir lok fyrri hálfleiks. Gestirnir gerðu sjálfsmark áður en Diljá Ýr Zomers gerði annað stuttu síðar.

Þessi 2-0 forysta í hálfleik dró þróttinn úr pólska liðinu, en Ísland gat skorað fjölmörg í þeim síðari en sætti sig við eitt mark sem Sveindís Jane Jónsdóttir gerði.

„Bara ánægður. Auðvitað var þetta hörkuleikur í byrjun og þær fengu alveg tvö mjög góð færi en mér fannst við heilt yfir spila vel og náðum eftir því sem leið á leikinn að loka betur á þetta. Þær voru ekki að skapa sér neitt, en það kom ein og ein fyrirgjöf og eitthvað klafs, en heilt yfir sáttur við leikinn. Sáttur við hvað við vorum ógnandi allan leikinn, sköpuðum mikið og skoruðum þrjú góð mörk.“

„Það setti þær svolítið niður. Eftir fyrsta markið voru þær að rembast en það kom smá vonleysi í þær eftir annað markið. Í seinni hálfleik sá maður að það var ekki sami kraftur í þeim og ekki sama pressa. Við vorum orðin róleg á boltanum og nutum þess að vera þarna og voru bara virkilega flottar í kvöld,“
sagði Þorsteinn við fjölmiðla í kvöld.

Pólska liðið var nálægt því að komast í forystu snemma leiks en Fanney Inga Birkisdóttir varði frábærlega í markinu áður en hún truflaði Ewu Pajor, lykilkonu Póllands, sem setti frákastið í slá.

„Mér leið ekkert vel með þetta. Ég hélt að þær væru að fara að skora, viðurkenni það alveg. Vel gert hjá henni að verja en svo kemur þetta klafs í sláarskotinu, en sáttur við að það varð ekki mark úr þessu.“

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fór af velli í síðari hálfleiknum en Steini sagði að það væri ekkert alvarlegt. Þar hafi hann aðeins verið að hugsa út í leikinn gegn Þýskalandi á þriðjudag.

„Nei, alls ekki. Þetta var ekkert alvarlegt. Við tókum hana út vegna þriðjudagsins svo hún verði klár þá. Hún hefði alveg getað haldið áfram, þetta var smá teipingavesen. Það var aðalmálið og hefði alveg getað klárað leikinn. Ég ákvað að taka hana út af því ég var farinn að hugsa um þriðjudaginn, stutt í leik og hún yrði 100 prósent klár þá. Það er stærsta ástæðan fyrir þessu.“

Sveindís Jane skoraði og lagði upp í leiknum en hún fékk nokkur góð tækifæri til að skora fleiri mörk.

„Hún var náttúrulega mjög góð í dag. Ógnaði endalaust og við vissum að bakverðirnir yrðu mikið að elta og það myndi skapast mikið pláss á bak við þær. Þú gast teymt þær út úr stöðu og komist á bak við þær. Það hentar henni vel og þegar bakvörðurinn var ekki í sama hraða og hún, þannig hún skoraði glæsilegt mark og lagði upp. Hún hefði þess vegna getað skorað fleiri, en hún var virkilega flott og stórkostleg í þessum leik.“

Ewa Pajor er ein sú besta í heiminum í dag. Hún er markahæst í þýsku deildinni en hún spilar með Sveindísi hjá Wolfsburg. Var eitthvað sérstakt upplegg að loka á hana?

„Auðvitað fórum við eitthvað yfir það en aðalmálið hjá okkur var að loka á hinar til að hún fengi lítið boltann. Við þurftum góða boltapressu í því og auðvitað komu einhver móment en heilt yfir náði hún aldrei að komast á bak við þær. Ingibjörg og Glódís voru með hana í gjörgæslu. Hún komst aldrei fram hjá þeim og náði ekkert að keyra á þær. Það var partur af því og við vorum fín að verjast sem lið sem var kannski ástæðan fyrir því að hún var ekki eins ógnandi og hún getur verið,“ sagði Steini enn fremur, en hann ræðir einnig um markvarðarstöðuna, Diljá Ýr og leikinn við Þýskaland í viðtalinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner