Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mán 08. apríl 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Nuno: Maddison átti að fjúka út af
Simon Hooper ræddi við Ryan Yates og James Maddison.
Simon Hooper ræddi við Ryan Yates og James Maddison.
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo stjóri Nottingham Foresr segir að James Maddison sóknarmiðjumaður Tottenham hefði átt að fá rauða spjaldið fyrir að „kýla Ryan Yates í magann“ í gær.

Atvikið átti sér stað þegar staðan í leiknum var 1-1 en Tottenham vann á endanum 3-1 sigur.

Simon Hooper dómari veitti Maddison og Yates tiltal en gaf hvorugum leikmanninum spjald. VAR dómarinn ákvað að bregðast við.

„Þetta hefði átt að vera rautt spjald. Ég var hissa á að VAR lét ekki reka Maddison út af. Hann missti stjórn á sér og kýldi Yates í magann. Það sem dómararnir sáu er klárlega ekki það sama og við sáum. Ég væri ekki að tjá mig um þetta nema ég væri 100% viss," sagði Nuno við Match of the Day á BBC.

Ange Postecoglou stjóri Tottenham gerði tvöfalda breytingu á miðsvæðinu í seinni hálfleik og það skilaði Tottenham sigri. Liðið er komið upp í fjórða sæti en Nottingham Forest er markatölunni frá því að vera í fallsæti.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner