Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rangnick: Af hverju ætti ég að ræða við Bayern?
Mynd: Getty Images

Ralf Rangnick hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Bayern Munchen en hann hefur ekki verið í viðræðum við félagið.


Rangnick var bráðabirgðastjóri Manchester United áður en hann tók við austurríska landsliðinu árið 2022. Hann var spurður að því hvort hann hafi rætt við Bayern.

„Nei, af hverju ætti ég að gera það? Mér líður vel hér. Samningurinn minn rennur út árið 2026, við munum halda áfram að vinna að markmiðum okkar eftir EM," sagði Rangnick.

Bayern hefur tilkynnt að Thomas Tuchel muni yfirgefa félagið í sumar en Lothar Matthaus goðsögn hjá félaginu kallaði eftir því að hann yrði rekinn strax eftir tap gegn Heidenheim um helgina.


Athugasemdir
banner
banner
banner