Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 23:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir refsingu Everton gera „úrvalsdeildina að aðhlátursefni"
Andros Townsend
Andros Townsend
Mynd: EPA

Andros Townsend leikmaður Luton er ekki hrifinn af því hvernig enska úrvalsdeildin hefur unnið úr stigafrádrættinum sem Everton hefur fengið á þessari leiktíð.


Everton fékk upphaflega tíu stiga frádrátt fyrir brot á fjármálareglum en eftir áfrýjun fékk liðið fjögur stig til baka. Í dag var tilkynnt að liðið hafi fengið aðra refsingu og tvö stig til viðbótar hafi verið dregin af liðinu.

Everton er í 16. sæti tveimur stigum frá fallsæti en í 18. sæti situr Luton. Townsend ræddi við BBC um Everton.

„Við fögnuðum sennilega þegar tíu stig voru dregin af Everton og svo fengu þeir fjögur til baka og þá vorum við í fallsæti. Svo við spáum ekki í þvíog við sjáum til í lok tímabils," sagði Townsend.

„Þetta meikar ekki sens. Þetta gerir úrvalsdeildina að aðhlátursefni. Þegar tilkynnt er um ákæruna verður að vera ákveðið hver refsingin er."


Athugasemdir
banner
banner