Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Einkunnir Íslands: Varnarlínan döpur og ömurleg tækling
Icelandair
Hlín Eiríksdóttir skorar hér mark Íslands.
Hlín Eiríksdóttir skorar hér mark Íslands.
Mynd: Mirko Kappes
Sveindís Jane fór meidd af velli.
Sveindís Jane fór meidd af velli.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Karólína gerði vel í markinu sem Ísland skoraði.
Karólína gerði vel í markinu sem Ísland skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er með þrjú stig eftir tvo leiki.
Ísland er með þrjú stig eftir tvo leiki.
Mynd: Mirko Kappes
Ísland þurfti að sætta sig við svekkjandi tap gegn Þýskaland í Aachen í kvöld. Það voru góð teikn á lofti um miðbik fyrri hálfleiks þegar Sveindís Jane Jónsdóttir meiddist en það gekk ekki eins vel eftir það.

Þetta var annar leikur Íslands í undankeppni EM 2025 en stelpurnar okkar eru með þrjú stig eftir tvo leiki.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnir Fótbolta.net úr leiknum.

Fanney Inga Birkisdóttir - 6
Hennar slakasti landsleikur til þessa, en hinir tveir höfðu verið algjörlega frábærir. Erfitt að setja mörkin eitthvað á hana en hún var ekki eins örugg og hún hefur verið. Það er kannski eðlilegt þar sem hún er bara 19 ára og var líklega að spila sinn stærsta leik á ferlinum til þessa. Góður lærdómur fyrir hana.

Guðrún Arnardóttir - 4
Var ekki sannfærandi varnarlega né sóknarlega í þessum leik. Það gengur illa hjá henni að koma boltanum frá sér en það er eitthvað sem hún verður að laga í sínum leik ef hún ætlar að spila þessa hægri bakvarðarstöðu.

Glódís Perla Viggósdóttir - 5
Bjargaði oft á tíðum vel en leit illa út í þriðja markinu sem Þjóðverjar skora fyrir leikhlé. Var stórhættuleg í teig andstæðingana.

Ingibjörg Sigurðardóttir - 4
Fann sig ekki í þessum leik, því miður. Var frábær gegn Póllandi á dögunum en leit illa út í fyrstu tveimur mörkunum í þessum leik. Lea Schüller gerði henni lífið leitt. Er nær þremur en fimm í einkunn.

Sædís Rún Heiðarsdóttir - 4
Eins og með Fanney, þá var þetta örugglega góður lærdómur fyrir hana. Verður að bæta sig varnarlega til að taka næsta skref. Er líka nær þremur en fimm.

Hildur Antonsdóttir - 6
Vélin inn á miðsvæðinu. Lagði sig ótrúlega mikið fram í þessum leik og sýndi mikið hjarta. Er orðin lykilkona í landsliðinu.

Alexandra Jóhannsdóttir - 5 ('79)
Allt í lagi, ekki gott hjá Alexöndru. Var smá eftir á í þessum leik. Tapaði boltanum einu sinni stórhættulega og var heppin að það kostaði ekki mark.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 6
Gerði afar vel í markinu sem Ísland skoraði, sendingin kom á hárréttum tíma og átti hún eina frábæra fyrirgjöf sem skapaði stórhættu í fyrri hálfleik. Nagar sig örugglega í handarbökin að hafa ekki skorað sjálf.

Diljá Ýr Zomers - 7 ('66)
Lagði upp markið sem Ísland skoraði með stórkostlegri sendingu. Átti fína spretti í leiknum. Besti leikmaður gluggans og klárlega eitthvað til að byggja á fyrir hana.

Hlín Eiríksdóttir - 7 ('66)
Skoraði mark Íslands með laglegri afgreiðslu á fjærstönginni. Var bara fín þangað til hún fór út af.

Sveindís Jane Jónsdóttir - 6 ('31)
Var búin að vera virkilega vinnusöm og mikilvægur hluti af íslenska liðinu þegar hún fór meidd út af. Það var gríðarlegt högg að missa hana en leikurinn breyttist svo sannarlega við það.

Varamenn:
Bryndís Arna Níelsdóttir - 5
Sandra María Jessen - 5
Guðný Árnadóttir - 5
Selma Sól Magnúsdóttir spilaði ekki nóg til að fá einkunn
Athugasemdir
banner
banner