Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mið 10. apríl 2024 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaraspáin - Allir verða frekar illa upplagðir
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nær Mbappe að fara alla leið með PSG?
Nær Mbappe að fara alla leið með PSG?
Mynd: EPA
Eftir mikið fjör í gær heldur partýið ekki áfram í dag.
Eftir mikið fjör í gær heldur partýið ekki áfram í dag.
Mynd: Aðsend
Meistaradeildin heldur áfram að rúlla í kvöld þegar seinni tvö einvígin í 8-liða úrslitunum hefjast. Það fara fram tveir áhugaverðir leikir í kvöld.

Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð meðfram útsláttarkeppninni hér á Fótbolta.net.

Sérfræðingar í ár eru Ingólfur Sigurðsson, fótboltamaður og þjálfari, og Viktor Unnar Illugason, þjálfari hjá Val. Starfsfólk Fótbolta.net spáir einnig í leikina.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Ingólfur Sigurðsson

PSG 1 - 2 Barcelona
Ég ætla taka sénsinn og spá tiltölulega óvæntum útisigri, 1-2. Hinn ungi Lamine Yamal verður með stórkostlega sýningu.

Atletico Madrid 1 - 0 Dortmund
Þetta verður mjög lokaður leikur, Atletico mun skora eitt mark og Dortmund núll. Markaskorari verður Antoine Griezmann.

Viktor Unnar Illugason

PSG 2 - 1 Barcelona
PSG ekki tapað leik síðan 7. nóvember og á því verður engin breyting. PSG kemst í 2-0 og Barca nær að minnka muninn og gera þetta að leik í seinni umferð.

Atletico Madrid 2 - 0 Dortmund
Simeone lokar þessum leik örugglega og nánast klárar einvígið í kvöld.

Fótbolti.net - Mate Dalmay

PSG 1 - 0 Barcelona
Eftir mikið fjör í gær heldur partýið ekki áfram í dag. Mbappe kemur heimamönnum snemma í 1-0, svo er pakkað í vörn og mikið af stuttum sendingum tekur við hjá gestunum frá Barcelona. Leikurinn endar svo 1-0 og lítið verður um færi.

Atletico Madrid 0 - 0 Dortmund
Það verður enn minna fjör í hinum leik kvöldsins. Atl Madrid munu passa sig að sækja ekki á mikið fleirum en tveimur til að fá alls ekki á sig mark á heimavelli. Lokatölur 0-0 og allir verða frekar illa upplagðir.

Staðan í heildarkeppninni:
Viktor Unnar Illugason - 17
Fótbolti.net - 15
Ingólfur Sigurðsson - 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner