Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 11. apríl 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
„Ekki mögulegt að Mbappe verði eins slakur í seinni leiknum“
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Ofurstjarnan Kylian Mbappe fann sig ekki þegar PSG tapaði 2-3 fyrir Barcelona í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

Mbappe hefur enn ekki unnið Meistaradeildina og var í skugganum á leikmönnum Barcelona, eins og Lamine Yamal og Raphinha.

„Mbappe er að mínu mati besti leikmaður heims en hann fann sig ekki í þessum leik. Þegar hann finnur sig ekki þá finnur PSG sig venjulega ekki. Það er ekki mögulegt að hann verði eins slakur í seinni leiknum, ef hann verður í stuði þá getur hann komið PSG áfram," segir Rio Ferdinand sem vann Meistaradeildina 2008 með Manchester United.

Leikurinn í gær gæti hafa verið síðasti Meistaradeildarleikur Mbappe á heimavelli fyrir PSG en þessi 25 ára leikmaður mun væntanlega fara til Real Madrid á frjálsri sölu í sumar.

Raphinha maður leiksins
Raphinha var valinn maður leiksins af UEFA en Brasilíumaðurinn, sem lék áður með Leeds, skoraði tvö mörk. Fyrir leikinn hafði hann aldrei skorað Meistaradeildarmark.

„Mér fannst Raphinha framúrskarandi. Það var svo margt sem maður getur dáðst að varðandi tæknina sem hann sýndi í öðru marki sínu," segir Peter Crouch, sérfræðingur TNT Sports.
Athugasemdir
banner
banner
banner