Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 11. apríl 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Bæði Grótta og Grindavík þurfa sigur
Mynd: Grótta
Það er aðeins einn leikur á dagskrá í íslenska boltanum í dag, þar sem Grótta tekur á móti Grindavík í B-deild Lengjubikars kvenna.

Bæði lið þurfa sigur úr þessari viðureign til að eiga möguleika á að stela toppsæti deildarinnar af Aftureldingu, en Grótta er með fimm stig og Grindavík sjö stig sem stendur.

Auk þess að sigra innbyrðisviðureignina í dag þurfa liðin að sigra alla þá leiki sem þau eiga eftir í Lengjubikarnum, vilji þau eiga möguleika á efsta sætinu.

Grótta er með leik til góða á Grindavík og eru bæði liðin með markatölu í mínus.

Lengjubikar kvenna - B-deild
19:00 Grótta-Grindavík (Vivaldivöllurinn)

Lengjubikar kvenna - B-deild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Afturelding 7 4 2 1 22 - 7 +15 14
2.    Grindavík 7 3 2 2 16 - 17 -1 11
3.    ÍA 7 2 4 1 12 - 10 +2 10
4.    HK 7 3 1 3 11 - 10 +1 10
5.    ÍR 7 3 0 4 10 - 14 -4 9
6.    Fram 7 2 2 3 18 - 21 -3 8
7.    FHL 7 2 2 3 12 - 17 -5 8
8.    Grótta 7 1 3 3 10 - 15 -5 6
Athugasemdir
banner
banner