Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   fim 11. apríl 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Messi og félagar slegnir út í Mexíkó
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Monterrey 3 - 1 Inter Miami (5-2 samanlagt)
1-0 Brandon Vazquez ('31)
2-0 German Berterame ('58)
3-0 Jesus Gallardo ('64)
3-1 Diego Gomez ('85)
Rautt spjald: Jordi Alba, Inter ('78)

Lionel Messi, Luis Suarez, Jordi Alba og Sergio Busquets voru allir í byrjunarliði Inter Miami sem var slegið úr leik í norður-amerísku Meistaradeildinni í nótt.

Inter heimsótti Monterrey til Mexíkó eftir að hafa tapað fyrri leiknum naumlega á heimavelli.

Brandon Vazquez skoraði eina markið í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik voru það German Berterame og Jesús Gallardo sem innsigluðu sigur heimamanna, sem voru sterkari aðilinn og verðskulduðu sigurinn.

Jordi Alba fékk að líta seinna gula spjaldið sitt á 78. mínútu leiksins, áður en Diego Gomez minnkaði muninn eftir stoðsendingu frá Messi.

Það dugði þó ekki til og fer Monterrey verðskuldað áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar, þar sem liðið mætir Columbus Crew.

Mexíkósku félögin Pachuca og Club América mætast í hinum undanúrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner