Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   lau 13. apríl 2024 15:05
Aksentije Milisic
Mjólkurbikarinn: Afturelding með þægilegan sigur gegn Leikni
Elmar Kári.
Elmar Kári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leiknir 1-4 Afturelding
0-1 Sigurpáll Melberg Pálsson ('25)
0-2 Hrannar Snær Magnússon ('32)
0-3 Elmar Kári Enesson Cogic ('51)
1-3 Róbert Hauksson ('83) 
1-4 Andri Freyr Jónasson ('84)


Lengjudeildarliðin Leiknir og Afturelding áttust við á Domusnovavellinum í dag í Mjólkurbikar karla en barist var um sæti í 32-liða úrslitunum.

Gestirnir úr Mosfellsbænum áttu ekki í neinum vandræðum með Leikni en þegar flautað var til leikhlés var liðið tveimur mörkum yfir. Mörkin gerðu þeir Sigurpáll Melberg Pálsson og Hrannar Snær Magnússon.

Elmar Kári var sjóðandi heitur á undirbúningstímabilinu og hann hélt áfram að skora í dag þegar hann gerði þriðja mark Aftureldingar áður en Róbert Hauksson minnkaði muninn fyrir Leikni.

Andri Freyr Jónasson sá um að setja síðasta naglann í kistu Leiknismanna og því öflugur 1-4 sigur staðreynd hjá Aftureldingu sem verður í pottinum á mánudaginn þegar dregið verður í 32 liða úrslitin.


Athugasemdir
banner