Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 15. apríl 2024 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nagelsmann efstur á lista hjá Bayern
Nagelsmann er 36 ára gamall og er talinn vera meðal bestu þjálfara fótboltaheimsins.
Nagelsmann er 36 ára gamall og er talinn vera meðal bestu þjálfara fótboltaheimsins.
Mynd: EPA
Fótboltafréttamaðurinn mikilsvirti Fabrizio Romano greinir frá því að Julian Nagelsmann sé efstur á óskalista FC Bayern til að taka við stjórnartaumum félagsins eftir að Thomas Tuchel hættir í sumar.

Tuchel tók við Bayern fyrir rétt rúmu ári síðan eftir að Nagelsmann var rekinn eftir ósætti við stjórn félagsins og nú er útlit fyrir að Nagelsmann komi aftur inn fyrir Tuchel, sem hefur ekki staðið undir væntingum hingað til.

Bayern er þó ekki eina félagið sem vill fá Nagelsmann til sín enda hefur þjálfarinn ungi verið orðaður við nokkur af stærstu félögum Evrópu, en hann er samningsbundinn þýska landsliðinu sem stendur og er með nýtt samningstilboð á borðinu.

Roberto De Zerbi og Ralf Rangnick eru taldir vera næstir eftir Nagelsmann á óskalista Bæjara, en Hansi Flick og Zinedine Zidane hafa einnig verið orðaðir við stórveldið.

Til gamans má geta að Nagelsmann var lærlingur Tuchel hjá Augsburg tímabilið 2007-2008, þegar hann var aðeins 20 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner