Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   lau 25. júní 2016 12:45
Elvar Geir Magnússon
Roy Keane segir að miðaúthlutun á EM sé ósanngjörn
Mynd: Getty Images
Roy Keane er sammála okkur Íslendingum í því að miðaúthlutun á EM sé ósanngjörn en írskir stuðningsmenn fá ekki mörg af sætunum í Lille þegar Írland mætir gestgjöfum Frakklands í 16-liða úrslitum EM.

„Þetta er ósanngjarnt gagnvart þeim fjölmörgu Írum sem eru staddir hér í Frakklandi. Líka í ljósi þess hvernig þeir hafa litað mótið á skemmtilegan hátt," segir Keane en Írland fær um 4 þúsund sæti á leikvanginum sem tekur rúmlega 50 þúsund áhorfendur.

„Ég hélt að við myndum fá svona 15-20 þúsund sæti. Ég skil alveg að gestgjafarnir fái fleiri miða en þetta er alls ekki sanngjarnt."

Keane er aðstoðarþjálfari Írlands og er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner