Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mið 11. apríl 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Jökull spilar fyrstu leiki sína með U23 ára liði Reading
Mynd: Twitter
Jökull Andrésson,16 ára gamall markvörður Reading, hefur undanfarnar vikur stigið sín fyrstu skref með U23 ára liði félagsins.

Samhliða því hefur hann einnig spilað með meistaraflokki Camberley Town FC í einni af ensku utandeildunum.

Jökull hélt hreinu í 3-0 sigri Camberley gegn Farnham Town FC í síðustu viku.

Á laugardaginn spilaði hann síðan í 2-1 sigri með U23 ára liði Reading í æfingaleik. Þá hefur hann farið á nokkrar æfingar með aðalliði Reading að undanförnu.

Í fyrra samdi Jökull við Reading en bróðir hans Axel Óskar Andrésson hefur leikið með liðinu síðan árið 2014.

Arsenal vildi fá Jökul í sínar raðir í fyrra þar sem félagið taldi hann einn af þremur bestu ungu markmönnum í Englandi. Hann ákvað hins vegar að hafna samningi frá Arsenal og semja við Reading.

Jökull hefur leikið með yngri landsliðum Íslands en hann er nýbyrjaður að spila aftur eftir tíu mánaða fjarveru vegna meiðsla á hné.
Athugasemdir
banner
banner