Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   sun 28. apríl 2024 23:22
Brynjar Ingi Erluson
Yfirgaf leikvanginn í fatla - „Lítur ekki vel út“
Mynd: EPA
Tímabilinu gæti verið lokið hjá brasiíska markverðinum Ederson eftir að hann meiddist í 2-0 sigri Manchester City á Nottingham Forest í dag.

Ederson lenti í harkalegu samstuði við Willy Boly, varnarmann Forest, á 17. mínútu.

Brasilíumaðurinn harkaði af sér fram að hálfleik en hann var ekki alveg sá sami eftir samstuðið.

Stefan Ortega kom inn fyrir Ederson í hálfleik og gæti sá þýski þurft að standa á milli stanganna út tímabilið ef marka má orð Pep Guardiola, stjóra Man City, eftir leik.

„Þetta lítur ekki vel út. Við munum fara betur yfir þetta með lækninum á morgun,“ sagði Guardiola.

Mikil blóðtaka fyrir Man City á mikilvægasta hluta tímabilsins, en liðið er komið í úrslitaleik enska bikarsins og í harðri titilbaráttu við Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner