Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
   sun 28. apríl 2024 21:37
Brynjar Ingi Erluson
PSG franskur meistari í tólfta sinn
Mynd: EPA
Paris Saint-Germain er franskur deildarmeistari í tólfta sinn í sögunni.

PSG hefði getað klárað titilinn er það mætti Le Havre á Parc des Princes í gær en fór illa að ráði sínu og gerði 3-3 jafntefli.

Mónakó þurfti að vinna Lyon í dag til þess að halda pressunni á PSG, en það tapaði þeim leik og er PSG því meistari.

PSG er með 70 stig eftir 31 umferð, tólf stigum meira en Mónakó þegar þrír leikir eru eftir.

Kylian Mbappe er markahæstur í deildinni með 26 mörk og er hann að vinna það kapphlaup örugglega. Jonathan David, liðsfélagi Hákonar Arnars Haraldssonar, er næstur á eftir honum með 17 mörk.

Ousmane Dembele, leikmaður PSG, er með flestar stoðsendingar eða átta talsins. Mbappe er næstur á eftir honum með 7 stoðsendingar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner