Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 13. maí 2018 09:00
Gunnar Logi Gylfason
Liverpool íhugar að stefna Mönchengladbach
Mynd: Getty Images
Rhian Brewster, leikmaður Liverpool, mun mögulega ganga til liðs við Borussia Mönchengladbach þegar samningur hans við Liverpool mun renna út í sumar.

Liverpool telur að Mönchengladbach hafi talað ólöglega við leikmanninn og íhugar að stefna þýska félaginu.

Liverpool hefur reynt að sannfæra Brewster um að skrifa undir atvinnumannasamning hjá félaginu, sem hann hefði getað gert þegar hann varð 17 ára þann 1.apríl 2017.

Dortmund sættist á að borga Man City 8 milljónir punda fyrir Jadon Sancho þegar svipaðar aðstæður komu upp en þar taldi enska liðið brotið á hagsmunum sínum.

Ungir enskir leikmenn eru farnir að horfa til Þýskalands til að fá spiltíma eftir að sjá leikmenn á borð við Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund og Ademola Lookman hjá RB Leipzig fá að spila nóg með aðalliðunum.

Brewster gekk til liðs við Liverpool frá Chelsea árið 2015 en nú lítur út fyrir að leikmaðurinn ætli að halda áfram þróun sinni utan landsteinanna.
Athugasemdir
banner
banner