Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   sun 19. ágúst 2018 20:46
Arnar Daði Arnarsson
Rúnar Páll: Súrt að fá þetta mark í andlitið í lokin
Rúnar Páll.
Rúnar Páll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar var vonsvikinn eftir 2-2 jafntefli gegn Grindavík í 17. umferð Pepsi-deildar karla í dag.

Stjarnan komst yfir undir lok venjulegs leiktíma eftir að hafa lent 1-0 undir í fyrri hálfleik. Það dugði þó ekki til því Grindavík jafnaði á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Stjarnan

„Ég er fúll að missa þetta niður. Það var þvílík barátta að jafna metin og komast yfir og menn lögðu allt í það að ná því. Það er því súrt að fá þetta mark í andlitið í lokin."

„Við vorum ekki flinkir við það að landa þessum sigri heim. Þetta var klaufaskapur í vörninni að hleypa þeim í gegnum miðjuna og svo í gegnum okkur á 90. mínútu. Við þurfum að vera klókari í þessum leikstöðum það kostaði okkur hérna stigin."

Rúnar var þó ánægður með viljann sem liðið sýndi að koma til baka eftir að hafa lent undir.

„Það var mjög sterkt og mikill vilji í því. Það er því grátlega að ná ekki að klára þetta."

Framundan eru gríðarlega mikilvægir leikir hjá Stjörnunni bæði í deild og bikar.

„Við þurfum að byrja að mæta Breiðablik á laugardaginn og fá frábær úrslit þar. Það er næsta verkefni."
Athugasemdir
banner
banner