Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   lau 03. nóvember 2018 11:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Infantino hjálpaði Man City og PSG að forðast stórar refsingar
Gianni Infantino ræðir við Guðna Bergsson, formann KSÍ.
Gianni Infantino ræðir við Guðna Bergsson, formann KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Þýski fjölmiðillinn Spiegel greinir frá því í gær að Gianni Infantino, núverandi forseti FIFA, hafi hjálpað Manchester City og Paris Saint-Germain að koma sér úr miklum vandræðum.

Spiegel hefur undir höndum gögn frá Football Leaks en það er vefsíða sem hefur verið líkt við WikiLeaks.

Í fréttum frá Spiegel kemur fram að Infantino, sem starfaði þá sem framkvæmdastjóri hjá UEFA, hafi hjálpaði Manchester City og PSG að forðast miklar refsingar.

Eigendur beggja félaga koma frá Mið-Austurlöndum en Infantino á að hafa komið félögunum frá stórum refsingum eftir að félögin brutu fjárhagsreglur UEFA.

City fékk og fær miklar auglýsingatekjur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og PSG fær sömuleiðis miklar auglýsingatekjur frá Katar. Sérfræðingar sem rannsökuðu auglýsingasamninga félaganna komust að því að samningarnir voru mikið minna virði en það sem félögin voru að fá borgað.

Þetta er bannað samkvæmt fjárhagsreglum UEFA en Infantino á að hafa rætt við forráðamenn beggja félaga og aðstoðað þá við að sleppa við mikla refsingu. Félögin hefðu mögulega átt í hættu á að vera vísað úr Evrópukeppni ef Infantino hefði ekki skipt sér af.

Talið er líka að Michel Platini, fyrrum forseti UEFA sem er núna í löngu banni eftir að upp komst upp spillingu hjá honum, tengist þessu máli. Nicolas Sarkozy, fyrrum forseti Frakklands, er líka nefndur í greininni en hann er talinn hafa hjálpað Katar að fá að halda HM 2022.

Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna Infantino og Platini skiptu sér af en ástæðurnar eru ekki alveg ljósar. Þess má þó geta að Katar mun halda HM 2022, eins og áður kemur fram.

Sjá einnig:
Blatter ítrekar í nýrri bók að brögð voru í tafli



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner