Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   þri 20. nóvember 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Hleypur í alla útileiki Burnley - Búinn með 45 maraþon
Leikmenn Burnley eiga alvöru stuðningsmann í Scott Cunliffe.
Leikmenn Burnley eiga alvöru stuðningsmann í Scott Cunliffe.
Mynd: Getty Images
Scott Cunliffe, stuðningsmaður Burnley, ætlar að mæta á alla 19 útileiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Það sem meira er, þá ætlar hann að hlaupa í alla leikina!

Burnley hefur spilað sjö útleiki á tímabilinu og nú þegar hefur hann hlaupið því sem nemur 45 maraþonum.

Lengsta ferðin var til Southampton en Cunliffe hljóp 432 kílómetra til að mæta á þann leik.

Cunliffe byrjar öll sín hlaup á Turf Moor, heimavelli Burnley, en mesta áskorunin er framundan núna í desember þegar liðið á þrjá útileiki í London á 22 daga kafla.

Í eitt skipti þarf Cunliffe að leggja aftur af stað hlaupandi til London í leik, daginn eftir að hann kemur heim frá London!

Cunliffe ákvað að hlaupa í alla leikina og safna áheitum til styrktar góðum málefnum. Hann stefnir á að safna 10 þúsund pundum (1,5 milljón króna) og er um það bil hálfnaður í átt að því markmiði.

Smelltu hér til að lesa grein BBC um Cunliffe
Smelltu hér til að skoða áheitasíðu Cunliffe
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner