Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   mið 08. maí 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ein sú vanmetnasta - „Ég þoli ekki að spila á móti henni"
Heiða Ragney mætir gömlu félögunum í kvöld
Heiða Ragney í leik með Breiðabliki.
Heiða Ragney í leik með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það er áhugaverður leikur í Bestu deild kvenna í kvöld þegar Breiðablik tekur á móti Stjörnunni. Miðjumaðurinn Heiða Ragney Viðarsdóttir mætir þar sínum gömlu félögum.

Heiða Ragney er djúpur miðjumaður sem gekk í raðir Breiðabliks í vetur eftir að hafa spilað með Stjörnunni frá 2021. Hún er uppalin hjá Þór/KA og hóf feril sinn þar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Stjarnan

Það er óhætt að fullyrða að Heiða Ragney sé einn vanmetnasti leikmaður deildarinnar en það var aðeins rætt um hana í Niðurtalningunni hér á Fótbolta.net áður en mótið hófst - í sérstökum þætti um Breiðablik.

„Hún er frábær leikmaður," sagði Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, í þættinum. „Hún gefur okkur öryggi á miðjunni," sagði Birta Georgsdóttir, framherji Breiðabliks.

„Hún er algjör nagli. Það er betra að vera með henni í liði en á móti henni," sagði Ásta og tók Birta svo sannarlega undir það.

„Ég þoli ekki að spila á móti henni, það er ekkert eðlilega pirrandi. Hún er fáránlega góð."

Heiða Ragney hefur farið vel af stað með Breiðabliki en hún var valin í úrvalslið síðustu umferð Bestu deildarinnar. Það verður gaman að fylgjast með henni í baráttunni gegn sínum gömlu félögum úr Garðabæ í kvöld.
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner