Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mán 08. apríl 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti: Megum ekki spila svona gegn Arsenal
Mynd: Getty Images
Napoli heimsækir Arsenal í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn og hefur gengið illa í ítalska boltanum eftir landsleikjahlé.

Napoli vann Roma í fyrsta leik eftir landsleikjahlé, 1-4 í Róm, en tapaði síðan fyrir Empoli og gerði jafntefli í gær, á heimavelli gegn 10 leikmönnum Genoa.

Stefano Sturaro fékk beint rautt spjald eftir 28 mínútur og sex mínútum síðar skoraði Dries Mertens. Genoa náði að jafna fyrir leikhlé og hélt markinu hreinu í síðari hálfleik, þökk sé þéttri vörn og Andrei Radu á milli stanganna.

„Ég held ekki að leikmenn hafi verið með hugann við Arsenal leikinn því við erum ekki byrjaðir að tala um hann. Við bjuggumst við að lenda í erfiðleikum í Empólí en vandamálin gegn Genoa voru ófyrirséð," sagði Ancelotti.

„Við erum að verjast illa þessa dagana, meira að segja með 11 menn gegn 10, og þá getum við ekki stjórnað leiknum eins og við viljum. Ef við stjórnum leiknum og verjumst rétt þá komast andstæðingarnir ekki í skyndisókn.

„Þetta er viðvörunarbjalla. Ef við spilum svona í London þá lendum við í vandræðum. Það er skrýtið að sjá Napoli gera þessi mistök, við höfum fjóra daga til að undirbúa okkur. Við verðum að einbeita okkur að grunnatriðunum því það er þar sem við erum að klikka."


Ancelotti er ánægður með líkamsástand sinna manna og segir að Lorenzo Insigne verði klár í slaginn, en hann lék síðasta hálftímann gegn Genoa.

Napoli er með 64 stig eftir 31 umferð í Serie A og segir Ancelotti að sínir menn verði að hysja upp um sig til að ná fyrirfram settu markmiði, að enda með 80-90 stig. Juventus þarf aðeins eitt stig í næstu umferð til að tryggja sér Ítalíumeistaratitilinn áttunda árið í röð.
Athugasemdir
banner
banner