Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 29. maí 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birkir Heimisson segir skilið við Heerenveen
Birkir lék nokkra leiki með Þór í Inkasso-deildinni áður en hann fór út til Hollands.
Birkir lék nokkra leiki með Þór í Inkasso-deildinni áður en hann fór út til Hollands.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Unglingalandsliðsmaðurinn Birkir Heimisson hefur ákveðið að segja skilið við hollenska félagið Heerenveen.

„Mér bauðst að framlengja við félagið, en ég tók sjálfur ákvörðun um að hafna því og þess vegna fara," segir Birkir í samtali við Fótbolta.net.

„Ég taldi mig þurfa breyta um og reyna komast í fullorðinsfótbolta eða góðan varaliðsbolta."

Birkir, sem leikur yfirleitt á miðjunni, er uppalinn í Þór á Akureyri en hann fór til Heerenveen sumarið 2016.

Mörg félög voru á eftir Birki áður en hann ákvað að fara til Hollands. Eitt þessara félaga var Liverpool.

Birkir hefur leikið með unglingaliðum og varaliði Heerenveen. Var hann meðal annars fyrirliði U19 liðs Heerenveen undanfarið ár. Birkir hefur líka verið með fyrirliðabandið í unglingalandsliðum Íslands. Hann á fjölda leikja að baki fyrir U19, U17 og U16 landsiðið.

„Það mun skýrast fljótlega hvert ég fer," sagði Birkir, sem er 19 ára gamall.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner