Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
   mán 29. apríl 2024 10:20
Elvar Geir Magnússon
Thiago Silva yfirgefur Chelsea í sumar (Staðfest)
Thiago Silva.
Thiago Silva.
Mynd: EPA
Thiago Silva varnarmaður Chelsea mun yfirgefa félagið eftir að tímabilinu lýkur. Silva er 39 ára og sendir stuðningsmönnum skilaboð á samfélagsmiðlum félagsins.

Síðan hann kom á frjálsri sölu í ágúst 2020 hefur Brasilíumaðurinn spilað 151 leik fyrir félagið, unnið Meistaradeildina, HM félagsliða og Ofurbikar Evrópu.

Silva hefur verið orðaður við Fluminense í heimalandi sínu Brasilíu.

„Chelsea hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir mig. Þegar ég kom hingað fyrst ætlaði ég að vera hér í eitt ár en það endaði með fjórum árum," segir Silva.

„Synir mínir spila fyrir Chelsea svo fjölskylda mín er hluti af Chelsea fjölskyldinni. Ég vona að synir mínir geti haldið áfram hér hjá félaginu. Ég sjálfur gaf allt sem ég átti á þessu mfjórum árum en allt tekur enda. Ég ætla samt ekki að loka neinum hurðum og vonast til að snúa aftur til félagsins í framtíðinni í öðru hlutverki."

Silva gekk í raðir Chelsea þegar Frank Lampard var stjóri og hefur einnig spilað undir stjórn Thomas Tuchel, Graham Potter og Mauricio Pochettino. Hann hefur spilað 34 leiki í ölumm keppnum fyrir Chelsea á þessu tímabili, þar af eru 25 byrjunarliðsleikir í ensku úrvalsdeildinni.

Þessi fyrrum miðvörður AC Milan á 113 leiki fyrir Brasilíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner