


Arena Thun
EM kvenna
Dómari: Katalin Kulcsár (Ungverjaland)










Nú þarf að rífa sig upp og mæta mun beittari í viðureign gegn heimakonum í Sviss á sunnudag.
Viðbrögð frá Sviss væntanleg.
Atvikið má sjá aftarlega í klippunni að ofan. Hér er styttri bútur pic.twitter.com/TX6MRRPs12
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 2, 2025
Góð sókn Íslands, boltinn berst yfir til hægri þar sem Katla tekur skotið en Anna ver.
Finnar liggja eftir og kvarta svo yfir því að sú ungverska kallar til sjúkraþjálfara.
Finna flug fyrir þennan til Sviss ASAP.?? Finna flug fyrir þennan til Sviss ASAP. pic.twitter.com/dsetb1yBoO
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) July 2, 2025
Finnar skalla frá og fá á einhvern furðulegan hátt innkast þrátt fyrir að hafa sett boltann sjálfar út af.
Er að spá með næsta leik hvort það væri ekki sniðugt að park the bus og negla boltanum fram? #EMRUV #SúSkitan
— Hörður ? (@horduragustsson) July 2, 2025
Svaka gaman á Tik Tok alla daga hjá þessu kvennalandsliði, gerið eitthvað á vellinum
— Nikola Djuric (@Nikoladjuric23) July 2, 2025
ég yfir þessum leik #EMRUV pic.twitter.com/m3rt1UlXu0
— Hörður ? (@horduragustsson) July 2, 2025
Sleppur ein í gegn um þétta vörn Finna. Hefur tíma til að leggja boltann fyrir sig en sneiðir boltann framhjá markinu.
Enn er Kosola að fá boltann úti til vinstri. Leikur inn á teiginn og nær skotinu en sem betur fer svífur boltann vel yfir markið.
Nei! Finnar komast yfir gegn Íslandi. Koma svo! ???????? pic.twitter.com/IEgy8YODaH
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 2, 2025


Við erum betri manni færri.#EMkvenna
— Max Koala (@Maggihodd) July 2, 2025
Natalia Kuikka með skalla eftir hornið en vel framhjá.
Þetta var alltaf seinna gula kortið Rikki. Þvi miður. Frammistaðan i dag er samt bara ekki boðleg.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 2, 2025
Guðný Árnadóttir geysist upp hægri vænginn. Með tíma og pláss reynir hún fyrirgjöf en Finnar bjarga.


Fær sitt seinna gula og þar með rautt.
VAR getur ekkert gert þar sem um seinna gula er að ræða.
Katalin Kulcsár illa staðsett og sér ekki neitt


Glódís Perla hefur lokið leik í dag.
Vonum innilega að það sé eitthvað smávægilegt og að hún verði klár í næsta leik. Sædís fer í bakvörðinn og Guðrún færist í miðvörðinn.
Þessi frammistaða hjá Íslandi á fyrstu 45 mínútunum er skammarleg. #ÞvíMiður
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) July 2, 2025

Sérfræðingar RÚV voru ekki hrifnir af spilamennsku Íslands í fyrri hálfleik og veltu fyrir sér hvort leikmenn væru eitthvað stressaðir.
„Þetta er eina skiptið sem við komum á miðsvæðið og komum okkur í góða stöðu. Fyrir utan það hefur þetta verið rosalega dapurt," sagði Albert Brynjar Ingason þegar eina færi Íslands í fyrri hálfleiknum var skoðað.
„Mér finnst við vera í vandræðum, sérstaklega hægra megin í varnarlínunni. Guðný er í vandræðum og Hlín er ekki að hjálpa henni. Mér finnst við vera bara í miklum vandræðum varnarlega," sagði Adda Baldursdóttir.
„Miðjan hefur ekki hjálpað vörninni finnst mér. Hildur og Alexandra eru í vandræðum með staðsetningar og Finnar hafa bara stýrt þessum leik. Ég veit ekki hvort þetta er stress eða hvað en það þarf miklu meiri ró og yfirvegun," sagði Ólafur Kristjánsson.
Skot: Ísland 6 - 9 Finnland
Reyndar sendingar: Ísland 164 - 187 Finnland
Heppnaðar sendingar: Ísland 124 - 153Finnland
Vegalengd hlaupin: Ísland 38,6 km - 40,1 km Finnland
Langur fram langur fram langur fram langur fram langur fram Langur fram langur fram langur fram langur fram langur fram Langur fram langur fram langur fram langur fram langur fram Langur fram langur fram langur fram langur fram langur fram Langur fram #EMkvenna
— Max Koala (@Maggihodd) July 2, 2025
Alltof margir sendingarfeilar hjá okkar konum í þessum fyrri hálfleik. Það verður eflaust farið yfir það í hálfleik og lagað.
Ná að þrýsta liði Finna djúpt inn á eigin teig. Karólína með fyrirgjöf en Finnar komast fyrir.
Hlín heldur boltanum af harðfylgi við miðlínuna hægra megin. Kemur boltanum á Karólínu sem þræðir boltann inn á Sveindísi sem er úti hægra megin. Hún lítur inn á teiginn og sér Söndru Maríu mæta á fjær og finnur hana en Koivisto rennir sér fyrir skot hennar og bjargar.

Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð þegar Steini og Glódís sögðu að hún væri góð?
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) July 2, 2025
Vondar fyrstu 30 min.#EMkvenna
— Max Koala (@Maggihodd) July 2, 2025

???????? þarf að hætta þessum endalausu löngu boltum og reyna að spila honum.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 2, 2025
Þær ???????? þora að spila honum og hafa verið betri aðilinn fyrstu 25 mín.
Að fara inn í þennan leik með 3 hafsenta og 2 djúpar 6-ur er of mikil varfærni og sýnir smá hræðslu. Verðum að þora að sækja sigra.

Emma Koivisto fer niður í teignum er hún reynir að ráðast á fyrirgjöf frá vinstri. Ekkert á þetta og Ísland á markspyrnu.
There's a reason why Rúnarsdóttir was named best goalkeeper in Italy last season. There's s much to like about her.
— Katja (@applessquabble) July 2, 2025
Leggjumst á bæn en Glódís gengur óhaltrandi af velli.
Ekkert kemur upp úr hornspyrnu Finna.
En þær eiga ekki séns í Víkingaklappið.
Alexandra með skemmtileg tilþrif og klobbar leikmann Finna. Karólína og Sveindís leika svo sín á milli sem endar með skoti frá Karólínu. Reynir að snúa boltann í hornið fær frá vinstri en setur alltof mikinn kraft í skotið sem siglir vel fjarri markinu.
Þjóðsöngurinn hljómar frábærlega í Thun. EM 2025 er farið af stað og stelpurnar okkar eru mættar! ???????? pic.twitter.com/1QZA7iU5n1
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 2, 2025

Hættuleg staða fyrir Ísland. Karó býr sig undir að spyrna inn á teiginn.
ÁFRAM ÍSLAND!

First game of #WEURO2025 starting off strong with Finland playing in the best kit at the tournament https://t.co/RdOdiHvLw2
— Katja (@applessquabble) July 2, 2025
Þessi búningur hjá finnska liðinu. SHIIIIIIII #EMRUV
— Hörður ? (@horduragustsson) July 2, 2025
Það segir mér ekkert meira að það sé stór viðburður á RÚV en skjáauglýsingar. En flott upphitun og ég er orðinn spenntur! Áfram Ísland!!! #fotboltinet
— Valur Gunnarsson (@valurgunn) July 2, 2025


Ég sagði ykkur það fyrst https://t.co/kJG80PRtnA
— Vilhjálmur Haralds (@vilhjalmurhrm) July 2, 2025
????EM byrjar á eftir þegar Ísland mætir Finnlandi á Thun Arena í Sviss.
— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) July 2, 2025
Þjálfari Finnlands, Marko Saloranta, er áhugaverður náungi ???????? pic.twitter.com/ASm68r07lE
Þetta verður mótið hennar Alexöndru. Staðfest. #fotbolti
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) July 2, 2025

????????
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 2, 2025
Þorsteinn fyrir leikinn gegn Finnum. Þetta er að bresta á!
„Raunverulega þegar maður er búinn að bíða svona lengi eftir þessu þá magnast þetta upp,“ sagði Þorsteinn um tilfinninguna.
Byrjunarliðið, pressu uppleggið og fleira! pic.twitter.com/DFUwUV8Cpc
????????
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 2, 2025
Alexandra fyrir leikinn gegn Finnum. Þetta er að bresta á!
„Tilfinningin er sjúklega góð. Ég er stolt. Ætli þetta sé ekki blanda. Ég er mjög spennt og mjög stressuð,“ sagði Alexandra sem ræddi einnig um leikdagsrútínuna sína. pic.twitter.com/7FDTh0o0VC

EM byrjar í dag????????
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 2, 2025
Allt annað en sigur gegn Finnum eru vonbrigði. Við eigum að fara upp úr þessum riðli og það eru engar afsakanir fyrir því að gera það ekki.
Stelpurnar geta skrifað söguna á þessu móti - Ég vona að þær mæti klárar og hungraðar í þetta mót.
Áfram Ísland ?????????? pic.twitter.com/XfDOJQRnBD
Ísland hefur unnið einn leik af þrettán á EM til þessa. Vinnum nú endilega Finna í dag og hættum að hjakka í sama farinu. Það er kominn tími til að taka næsta skref. Áfram Ísland!
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) July 2, 2025
Nýr kafli skrifaður í dag.
— Max Koala (@Maggihodd) July 2, 2025
Allt annað en sigur í dag eru vonbrigði.
Sveindís og Glódís skora mörkin í 2-0 sigri.#EMkvenna



Það ber þó að nefna að Ísland hefur bara einu sinni farið upp úr riðlinum í fjórum tilraunum. Það gerðist í Svíþjóð 2013 þegar Dagný Brynjarsdóttir gerði sigurmark gegn Hollandi í lokaleik riðilsins.
Núna er kominn tími á það að við förum aftur upp úr riðlinum og þá er gott að byrja á sigri gegn Finnlandi í dag.

Finnland
Noregur
Sviss
Af þessum liðum er Ísland efst á styrkleikalista FIFA. Ísland er í 14. sæti listans, Noregur í 16. sæti, Sviss er í 23. sæti og Finnland er neðst í 26. sæti. Ef við ætlum okkur að gera einhverja hluti á þessu móti, þá er mikilvægt að taka góð úrslit úr þessum leik.








