Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
   sun 29. júní 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Icelandair
EM KVK 2025
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sædís á æfingu í dag.
Sædís á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Tilfinningin er rosalega góð. Þetta er eitthvað sem manni hefur alltaf dreymt um," sagði Sædís Rún Heiðarsdóttir við Fótbolta.net í dag.

Hún er í landsliðshópi Íslands sem tekur þátt í Evrópumótinu í Sviss. Stelpurnar komu til Sviss í gær og tóku sína fyrstu æfingu þar í dag. Á miðvikudag er svo fyrsti leikur gegn Finnlandi.

„Maður er í þeim forréttindahópi að fá að upplifa þetta. Þegar maður lítur til baka og sér myndir af því þegar ég var pínulítil, þá fær maður smá svona raunveruleikatékk. Þetta er virkilega stórt, mér finnst þetta mikil forréttindi og ég er ótrúlega stolt af því að vera hérna."

Það fer vel um stelpurnar í Sviss; þær eru á frábæru hóteli og æfa við góðar aðstæður.

„Það er mjög fallegt hérna og það er geggjað að vera með þessum hópi," sagði Sædís, sem uppalin er hjá Víkingi Ólafsvík.

Um hótelið sagði hún: „Það er ógeðslega flott, smá óraunverulegt. Það er eiginlega bara eins og málverk þegar maður lítur út um gluggann. Ekki yfir neinu að kvarta."

Stelpurnar spiluðu gegn Serbíu á dögunum og unnu þann leik 1-3.

„Það voru margir góðar kaflar þar sem við getum tekið með okkur. Við sköpuðum okkur virkilega mörg færi og gerðum þetta vel," segir Sædís en hún er mjög spennt fyrir fyrsta leik á móti Finnlandi á EM.

„Við fáum hér nokkra daga áður en við spilum fyrsta leik. Þetta leggst virkilega vel í mig."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leikir Íslands á EM:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner
banner