Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mið 02. júlí 2025 12:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Icelandair
EM KVK 2025
Holding er í treyju merktri Sveindísi.
Holding er í treyju merktri Sveindísi.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rob Holding, varnarmaður Crystal Palace, er mættur til Sviss til að fylgjast með kærustu sinni, Sveindísi Jane Jónsdóttur, spila með íslenska liðinu.

„Ég er mjög spenntur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer á Evrópumót og gaman að ég hafi náð þessu inn í dagskrána mína. Ég verð hérna í viku og næ fyrstu tveimur leikjunum í riðlakeppninni, ég mun styðja Ísland og Sveindísi," segir Holding í viðtali við Fótbolta.net.

Holding er á stuðningsmannasvæðinu að hita upp fyrir leikinn gegn Finnlandi sem fram fer í dag.

„Andrúmsloftið er mjög gott. Pabbi ferðaðist með mér og hann fékk líka treyju. Foreldarar Sveindísar komu með treyjur handa okkur," segir Holding sem er í treyju merktri Sveindísi.

Holding hefur mætt á leik með Sveindísi í Þýskalandi en þetta verður í fyrsta sinn sem hann er á staðnum þegar hún spilar landsleik.

„Ég vildi að ég væri með hennar hraða! Það hefði hjálpað mér mikið á mínum ferli. Markið sem hún skoraði í æfingaleiknum (gegn Serbíu) var ótrúlegt. Við erum mjög ólíkir leikmenn og það væri áhugavert að sjá okkur mætast sem leikmenn í einn á einn."

Holding er hjá Crystal Palace á Englandi en Sveindís gekk nýlega í raðir Angel City FC í Bandaríkjunum. Holding segir að það verði áskorun fyrir þau að vera svona langt frá hvort öðru en hann eigi sér draum um að spila í bandarísku MLS-deildinni og vonast til að geta elt hana til Bandaríkjanna.
Athugasemdir
banner