Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   mið 02. júlí 2025 12:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Icelandair
EM KVK 2025
Holding er í treyju merktri Sveindísi.
Holding er í treyju merktri Sveindísi.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rob Holding, varnarmaður Crystal Palace, er mættur til Sviss til að fylgjast með kærustu sinni, Sveindísi Jane Jónsdóttur, spila með íslenska liðinu.

„Ég er mjög spenntur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer á Evrópumót og gaman að ég hafi náð þessu inn í dagskrána mína. Ég verð hérna í viku og næ fyrstu tveimur leikjunum í riðlakeppninni, ég mun styðja Ísland og Sveindísi," segir Holding í viðtali við Fótbolta.net.

Holding er á stuðningsmannasvæðinu að hita upp fyrir leikinn gegn Finnlandi sem fram fer í dag.

„Andrúmsloftið er mjög gott. Pabbi ferðaðist með mér og hann fékk líka treyju. Foreldarar Sveindísar komu með treyjur handa okkur," segir Holding sem er í treyju merktri Sveindísi.

Holding hefur mætt á leik með Sveindísi í Þýskalandi en þetta verður í fyrsta sinn sem hann er á staðnum þegar hún spilar landsleik.

„Ég vildi að ég væri með hennar hraða! Það hefði hjálpað mér mikið á mínum ferli. Markið sem hún skoraði í æfingaleiknum (gegn Serbíu) var ótrúlegt. Við erum mjög ólíkir leikmenn og það væri áhugavert að sjá okkur mætast sem leikmenn í einn á einn."

Holding er hjá Crystal Palace á Englandi en Sveindís gekk nýlega í raðir Angel City FC í Bandaríkjunum. Holding segir að það verði áskorun fyrir þau að vera svona langt frá hvort öðru en hann eigi sér draum um að spila í bandarísku MLS-deildinni og vonast til að geta elt hana til Bandaríkjanna.
Athugasemdir
banner
banner