Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fös 27. júní 2025 21:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Cecilía: Þetta er ný regla og allir eru að læra hana
Icelandair
EM KVK 2025
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Íslands.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það hefði verið gaman að halda hreinu, en það er gaman að vinna og gefur okkur gott veganesti inn í Evrópumótið," sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir eftir sigur á Serbíu í vináttuleik í kvöld.

Þetta var síðasti leikur liðsins fyrir Evrópumótið í Sviss.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  3 Ísland

„Við skorum tvö mörk á fyrstu fimm mínútum og það gaf okkur góða orku," sagði Cecilía. „Þetta var svolítið erfitt í hitanum þar sem við erum ekki eins vanar honum og þær. Við gerðum það besta úr þessu, en það verður ekki alveg svona heitt í Sviss."

Það kom upp athyglisvert atvik í fyrri hálfleik þar sem dómarinn flautaði og gaf Serbíu hornspyrnu. Hún mat það sem svo að Cecilía hefði verið of lengi með boltann en ný átta sekúndna regla var tekin upp í fótboltanum fyrir stuttu.

„Ég gerði allt rétt, dómarinn viðurkenndi að hún gerði mistök. Hún lærir bara af því. Ég var búin að setja hann niður. Hún gefur merki um að það séu fimm sekúndur eftir og svo set ég boltann niður sem má, en hún hefur greinilega misskilið eitthvað. Þetta er ný regla og allir eru að læra hana," sagði Cecilía.

Hún hefði viljað gera betur í markinu sem Serbía skoraði. „Ég hefði bara viljað verja hann," sagði Cecilía hreinskilin.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner