Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   fös 27. júní 2025 21:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Sveindís: Örugglega það besta fyrir landsliðið
Icelandair
EM KVK 2025
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara frábær. Við ætluðum að koma hingað og vinna," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður landsliðsins, eftir 1-3 sigur gegn Serbíu í vináttuleik í kvöld. Þetta var síðasti leikur liðsins fyrir EM í Sviss.

Ísland hafði ekki unnið í tíu leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld, en það kom kærkominn sigur í þessum leik.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  3 Ísland

„Maður tók ekkert rosalega mikið eftir því," sagði Sveindís um sigurlausu hrinuna. „Mér fannst við vera að gera góða hluti í þeim leikjum. Við lásum bara um það á netinu að við höfðum ekki unnið leik í einhvern tíma. Það er gott að enda samt á sigri fyrir EM."

Sveindís skoraði geggjað mark í leiknum sem hún viðurkennir að sé örugglega besta mark hennar með landsliðinu.

„Þetta er allavega örugglega það besta fyrir landsliðið. Mig langar samt að skora mörk sem telja aðeins meira," sagði Sveindís.

Sveindís segir liðið mjög tilbúið í EM en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner