Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fim 26. júní 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Margt búið að gerast á átta árum - „Alls ekki sjálfsagt að vera í landsliðinu"
Icelandair
EM KVK 2025
Sandra María ásamt Glódísi Perlu, landsliðsfyrirliða.
Sandra María ásamt Glódísi Perlu, landsliðsfyrirliða.
Mynd: KSÍ
Sandra María með dóttur sinni.
Sandra María með dóttur sinni.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Í leik með Þór/KA í sumar.
Í leik með Þór/KA í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er rosalega góð tilfinning að hópurinn sé kominn saman. Það eru stórir leikir framundan. Maður er í fótbolta fyrir þetta, að komast á stórmót. Ég er glöð og spennt," segir Sandra María Jessen við Fótbolta.net.

Sandra María er í landsliðshópnum sem tekur þátt á Evrópumótinu í næsta mánuði. Stelpurnar eru núna í Stara Pazova í Serbíu þar sem þær undirbúa sig fyrir mótið.

Á morgun spila þær æfingaleik við Serbíu en það er síðasti leikurinn hjá liðinu áður en EM byrjar. Sandra María segir að það fari vel um liðið í Serbíu.

„Þetta er rosa kósý, svona sveitó. Það er þægilegt að þetta er allt á sama stað hérna. Við löbbum á leikinn og á æfingar. Við náum að æfa vel og funda mikið. Það er það sem við þurfum til að undirbúa okkur á EM. Aðstæðurnar eru fínar og við getum einbeitt okkur að því sem skiptir okkur máli," segir Sandra María.

Það er mjög heitt í Serbíu, tæpar 40 gráður, en það hefur gengið vel hjá liðinu að aðlagast aðstæðum.

„Við töluðum um það eftir æfinguna í dag að það væri krefjandi fyrir okkur Íslendinga, sem eru ekki vanir miklum hita, að koma í aðstæður sem þessar en mér finnst við hafa náð að halda 'standard' og fókus vel á æfingum. Við höfum náð að æfa vel það sem við erum að leggja tímann í. Ég held að það hjálpi okkur fyrir Sviss að venjast hitanum hér."

„Það er fyrst og fremst gott að vera komin í hópinn með stelpunum og vera farnar að stilla saman strengi til þess að vera klárar fyrir EM," segir Sandra María.

Man heldur betur eftir því
Hún segir að felist tilhlökkun í því að það sé EM að byrja eftir nokkra daga. Sandra María er á leiðinni á sitt annað stórmót en það fyrra var í Hollandi árið 2017. Síðan þá hefur mikið gerst.

„Ég man heldur betur eftir því," sagði Sandra María um mótið 2017. „Það var skemmtileg upplifun og líka rosalega margt sem maður getur nýtt sér úr því móti. Það er reynsla sem maður þarf að smita frá sér til þeirra leikmanna sem hafa ekki farið á stórmót. Að fá að upplifa þetta tvisvar eru rosalega mikil forréttindi."

„Það er rosalega margt búið að gerast (frá 2017). Miklar breytingar á leikmannahópnum ef maður horfir í hann og leikstíli liðsins. Það er spennandi."

Hjá Söndru Maríu er líka margt búið að gerast frá 2017; hún hefur komið til baka eftir erfið meiðsli og barnsburð en hún eignaðist dóttur 2017. Hún var markadrottning Bestu deildarinnar í fyrra.

„Alls konar búið að gerast," sagði Sandra María og brosti. „Ég er búin að eignast barn, spila erlendis, spila heima aftur og ganga í gegnum meiðsli. Ég er búin að gera ýmislegt til að komast á þennan stað sem gerir mig enn þakklátari fyrir þetta. Ég er glöð að hafa náð þessu. Það er alls ekki sjálfsagt að vera í landsliðinu."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Leikir Íslands á EM:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner