Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   mán 30. júní 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Icelandair
EM KVK 2025
Diljá Ýr Zomers.
Diljá Ýr Zomers.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diljá er hluti af EM-hópi Íslands.
Diljá er hluti af EM-hópi Íslands.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er óvænt en fylgir hitanum víst," sagði Diljá Ýr Zomers, landsliðskona, er hún ræddi við Fótbolta.net í dag. Það var allt í einu byrjað að rigna í Sviss í dag eftir hitabylgju síðustu daga.

Stelpurnar hafa verið í Sviss síðustu daga en það eru aðeins tveir daga í fyrsta leik á Evrópumótinu. Það hefur farið afar vel um þær í Sviss.

„Það er allt til alls hér og hugsað vel um okkur. Það er búið að vera heitt þar sem það er ekki loftræsting, en við erum búnar að reyna að redda því eins og við getum."

Hvernig var að koma til Sviss og komast nær stórmótinu?

„Ég sagði einmitt við Hafrúnu þegar við stigum upp í vél að núna væri þetta að gerast. Maður finnur alveg að maður er mættur til Sviss á stórmót. Ég held að maður muni upplifa það enn frekar þegar maður labbar í leikinn á miðvikudaginn," segir Diljá.

Stelpurnar hentu sér í vatnið við komuna til Gunten í Sviss.

„Ég held að við vorum búnar að vera hérna í tvo eða þrjá tíma þegar við ákváðum að hoppa í sjóinn. Þetta er bara geggjað og við gætum ekki beðið um betra umhverfi en þetta."

Fyrsti leikur gegn Finnlandi
Það er fyrsti leikur gegn Finnlandi eftir nokkra. Það verður spennandi að sjá hvernig það fer.

„Við erum að setja fullan fókus á það. Maður er að hugsa um sig til að vera klár fyrir Finnaleikinn. Ég held að við séum allar klárar í það," sagði Diljá.

„Við vitum hvað við þurfum að gera og hvað við þurfum að passa. Við munum fara enn frekar í það í kvöld og aðeins fyrir leik."

Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner
banner