Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 30. júní 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Icelandair
EM KVK 2025
Diljá Ýr Zomers.
Diljá Ýr Zomers.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diljá er hluti af EM-hópi Íslands.
Diljá er hluti af EM-hópi Íslands.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er óvænt en fylgir hitanum víst," sagði Diljá Ýr Zomers, landsliðskona, er hún ræddi við Fótbolta.net í dag. Það var allt í einu byrjað að rigna í Sviss í dag eftir hitabylgju síðustu daga.

Stelpurnar hafa verið í Sviss síðustu daga en það eru aðeins tveir daga í fyrsta leik á Evrópumótinu. Það hefur farið afar vel um þær í Sviss.

„Það er allt til alls hér og hugsað vel um okkur. Það er búið að vera heitt þar sem það er ekki loftræsting, en við erum búnar að reyna að redda því eins og við getum."

Hvernig var að koma til Sviss og komast nær stórmótinu?

„Ég sagði einmitt við Hafrúnu þegar við stigum upp í vél að núna væri þetta að gerast. Maður finnur alveg að maður er mættur til Sviss á stórmót. Ég held að maður muni upplifa það enn frekar þegar maður labbar í leikinn á miðvikudaginn," segir Diljá.

Stelpurnar hentu sér í vatnið við komuna til Gunten í Sviss.

„Ég held að við vorum búnar að vera hérna í tvo eða þrjá tíma þegar við ákváðum að hoppa í sjóinn. Þetta er bara geggjað og við gætum ekki beðið um betra umhverfi en þetta."

Fyrsti leikur gegn Finnlandi
Það er fyrsti leikur gegn Finnlandi eftir nokkra. Það verður spennandi að sjá hvernig það fer.

„Við erum að setja fullan fókus á það. Maður er að hugsa um sig til að vera klár fyrir Finnaleikinn. Ég held að við séum allar klárar í það," sagði Diljá.

„Við vitum hvað við þurfum að gera og hvað við þurfum að passa. Við munum fara enn frekar í það í kvöld og aðeins fyrir leik."

Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner