Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
   mán 30. júní 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Icelandair
EM KVK 2025
Diljá Ýr Zomers.
Diljá Ýr Zomers.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diljá er hluti af EM-hópi Íslands.
Diljá er hluti af EM-hópi Íslands.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er óvænt en fylgir hitanum víst," sagði Diljá Ýr Zomers, landsliðskona, er hún ræddi við Fótbolta.net í dag. Það var allt í einu byrjað að rigna í Sviss í dag eftir hitabylgju síðustu daga.

Stelpurnar hafa verið í Sviss síðustu daga en það eru aðeins tveir daga í fyrsta leik á Evrópumótinu. Það hefur farið afar vel um þær í Sviss.

„Það er allt til alls hér og hugsað vel um okkur. Það er búið að vera heitt þar sem það er ekki loftræsting, en við erum búnar að reyna að redda því eins og við getum."

Hvernig var að koma til Sviss og komast nær stórmótinu?

„Ég sagði einmitt við Hafrúnu þegar við stigum upp í vél að núna væri þetta að gerast. Maður finnur alveg að maður er mættur til Sviss á stórmót. Ég held að maður muni upplifa það enn frekar þegar maður labbar í leikinn á miðvikudaginn," segir Diljá.

Stelpurnar hentu sér í vatnið við komuna til Gunten í Sviss.

„Ég held að við vorum búnar að vera hérna í tvo eða þrjá tíma þegar við ákváðum að hoppa í sjóinn. Þetta er bara geggjað og við gætum ekki beðið um betra umhverfi en þetta."

Fyrsti leikur gegn Finnlandi
Það er fyrsti leikur gegn Finnlandi eftir nokkra. Það verður spennandi að sjá hvernig það fer.

„Við erum að setja fullan fókus á það. Maður er að hugsa um sig til að vera klár fyrir Finnaleikinn. Ég held að við séum allar klárar í það," sagði Diljá.

„Við vitum hvað við þurfum að gera og hvað við þurfum að passa. Við munum fara enn frekar í það í kvöld og aðeins fyrir leik."

Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir