
Bryndís Arna Níelsdóttir er á meiðslalistanum og átti því ekki möguleika á að vera í íslenska landsliðshópnum á EM. Hún er hinsvegar mætt til Sviss sem stuðningsmaður liðsins.
Bryndís er framherji sem varð markadrottning Bestu deildarinnar 2023 þegar hún varð Íslandsmeistari með Val og fór svo í kjölfarið til Växjö í Svíþjóð.
Bryndís er framherji sem varð markadrottning Bestu deildarinnar 2023 þegar hún varð Íslandsmeistari með Val og fór svo í kjölfarið til Växjö í Svíþjóð.
Bryndís býst við hörkuleik gegn Finnlandi í dag en í viðtali við Fótbolta.net var hún spurð að því hvernig væri að vera mætt sem stuðningsmaður til Sviss?
„Það er smá erfitt, maður hefði mögulega getað verið í hópnum. Fyrst maður er ekki þá verður maður bara að styðja þær og það er hlutverk sem maður tekur sér," segir Bryndís.
„Það var mjög fúlt að missa af þessu móti og það tók smá tíma að sætta sig við það. Maður tekur þessu mótlæti og stefnir á að taka næsta EM og HM. Það yrði algjör draumur að komast á HM, það kemur alltaf mót eftir það næsta."
Í viðtalinu fer hún nánar yfir stöðuna á meiðslum sínum og þetta verkefni íslenska landsliðsins.
Athugasemdir