Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   fim 26. júní 2025 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Fékk ríkisborgararétt 2019 og fer nú með Íslandi á EM - „Ótrúleg tilfinning"
Icelandair
EM KVK 2025
Natasha Anasi.
Natasha Anasi.
Mynd: KSÍ
Natasha fyrir leik Íslands og Þýskalands í fyrra. Hún átti frábæran leik þar í mögnuðum 3-0 sigri Íslands.
Natasha fyrir leik Íslands og Þýskalands í fyrra. Hún átti frábæran leik þar í mögnuðum 3-0 sigri Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha er á mála hjá Val.
Natasha er á mála hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ótrúlegt. Ég er mjög spennt. Við erum að undirbúa okkur mjög vel hérna. Þetta er bara draumur," segir Natasha Anasi sem er á leið á Evrópumótið með Íslandi.

Íslenska landsliðið er núna statt í Stara Pazova í Serbíu þar sem það er í æfingabúðum fyrir EM sem fer fram í Sviss. Fyrsti leikur á EM er gegn Finnlandi næsta miðvikudag.

Natasha fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 eftir að hún spilaði fótbolta á Íslandi í fimm ár. Hún fæddist í Texas í Bandaríkjunum og var í Duke háskólanum, sem er mjög virtur íþróttaháskóli. Eftir háskólagönguna fór hún í ÍBV og var þar í þrjú tímabil. Svo lék hún með Keflvíkingum við frábæran orðstír frá 2017 til 2021 og Breiðabliki sumarið 2022. Hún fór til Noregs og samdi við Brann eftir það en sneri heim í fyrra og gekk í raðir Vals.

Eftir að hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt 2019 þá spilaði hún fyrsta landsleikinn með Íslandi gegn Norður-Írlandi árið 2020. Núna eru landsleikirnir orðnir níu talsins og er hún núna á leið á stórmót.

„Þetta var ótrúleg tilfinning," segir Natasha um hvernig það var þegar hún fékk að vita að hún væri í hópnum. „Ég var búin að vinna í þessu ótrúlega lengi og vonast eftir því að þetta myndi gerast. Svo gerist þetta bara. Ég er spennt að spila á stórmóti."

Natasha viðurkennir að þetta hafi verið ákveðinn draumur eftir að hún fékk íslenskan ríkisborgararétt og það hafi verið geggjað þegar hún fékk að vita að hún væri að fara með á mótið.

„Ég vildi þetta þegar ég komst að því að ég myndi spila með íslenska landsliðinu. En þegar ég fékk ríkisborgarétt þá var ég fyrst og fremst að gera það fyrir fjölskylduna mína og gera lífið mitt auðveldara þar sem ég bý á Íslandi. Svo kom kallið að spila fyrir íslenska landsliðið og það var geggjað. Þegar þú ert búin að komast aðeins inn í þetta þá er draumurinn að spila á stórmóti," segir Natasha.

„Það er mikið stolt sem fylgir því að spila fyrir Ísland. Þú finnur það hvernig fólk fylgir liðinu og styður við mann. Þú getur ekki annað en heyrt hjartað slá þegar þú heyrir íslenska þjóðsönginn."

Æfa í miklum hita í Serbíu
Síðustu daga hefur Ísland verið að undirbúa sig fyrir mótið í miklum hita í Serbíu og svo er leikur á morgun gegn heimakonum. Það er síðasti leikurinn fyrir mótið.

„Það er ótrúlega heitt en við höfum undirbúið okkur vel. Fyrstu tveir dagarnir eru búir að vera mjög góðir. Það er geggjað æfingasvæðið og allt í kringum þetta mjög flott. Það er næs að vera hérna," segir Natasha.

Markmiðið hjá íslenska liðinu er alveg skýrt og það er að fara upp úr riðlinum á EM.

„Auðvitað er það markmiðið okkar," segir Natasha en í viðtalinu hér að ofan ræðir hún til dæmis líka um Val. Hún er lykilkona þar en það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Valskonum í Bestu deildinni í sumar.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Leikir Íslands á EM:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner