Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
   fim 26. júní 2025 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Fékk ríkisborgararétt 2019 og fer nú með Íslandi á EM - „Ótrúleg tilfinning"
Icelandair
EM KVK 2025
Natasha Anasi.
Natasha Anasi.
Mynd: KSÍ
Natasha fyrir leik Íslands og Þýskalands í fyrra. Hún átti frábæran leik þar í mögnuðum 3-0 sigri Íslands.
Natasha fyrir leik Íslands og Þýskalands í fyrra. Hún átti frábæran leik þar í mögnuðum 3-0 sigri Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha er á mála hjá Val.
Natasha er á mála hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ótrúlegt. Ég er mjög spennt. Við erum að undirbúa okkur mjög vel hérna. Þetta er bara draumur," segir Natasha Anasi sem er á leið á Evrópumótið með Íslandi.

Íslenska landsliðið er núna statt í Stara Pazova í Serbíu þar sem það er í æfingabúðum fyrir EM sem fer fram í Sviss. Fyrsti leikur á EM er gegn Finnlandi næsta miðvikudag.

Natasha fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 eftir að hún spilaði fótbolta á Íslandi í fimm ár. Hún fæddist í Texas í Bandaríkjunum og var í Duke háskólanum, sem er mjög virtur íþróttaháskóli. Eftir háskólagönguna fór hún í ÍBV og var þar í þrjú tímabil. Svo lék hún með Keflvíkingum við frábæran orðstír frá 2017 til 2021 og Breiðabliki sumarið 2022. Hún fór til Noregs og samdi við Brann eftir það en sneri heim í fyrra og gekk í raðir Vals.

Eftir að hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt 2019 þá spilaði hún fyrsta landsleikinn með Íslandi gegn Norður-Írlandi árið 2020. Núna eru landsleikirnir orðnir níu talsins og er hún núna á leið á stórmót.

„Þetta var ótrúleg tilfinning," segir Natasha um hvernig það var þegar hún fékk að vita að hún væri í hópnum. „Ég var búin að vinna í þessu ótrúlega lengi og vonast eftir því að þetta myndi gerast. Svo gerist þetta bara. Ég er spennt að spila á stórmóti."

Natasha viðurkennir að þetta hafi verið ákveðinn draumur eftir að hún fékk íslenskan ríkisborgararétt og það hafi verið geggjað þegar hún fékk að vita að hún væri að fara með á mótið.

„Ég vildi þetta þegar ég komst að því að ég myndi spila með íslenska landsliðinu. En þegar ég fékk ríkisborgarétt þá var ég fyrst og fremst að gera það fyrir fjölskylduna mína og gera lífið mitt auðveldara þar sem ég bý á Íslandi. Svo kom kallið að spila fyrir íslenska landsliðið og það var geggjað. Þegar þú ert búin að komast aðeins inn í þetta þá er draumurinn að spila á stórmóti," segir Natasha.

„Það er mikið stolt sem fylgir því að spila fyrir Ísland. Þú finnur það hvernig fólk fylgir liðinu og styður við mann. Þú getur ekki annað en heyrt hjartað slá þegar þú heyrir íslenska þjóðsönginn."

Æfa í miklum hita í Serbíu
Síðustu daga hefur Ísland verið að undirbúa sig fyrir mótið í miklum hita í Serbíu og svo er leikur á morgun gegn heimakonum. Það er síðasti leikurinn fyrir mótið.

„Það er ótrúlega heitt en við höfum undirbúið okkur vel. Fyrstu tveir dagarnir eru búir að vera mjög góðir. Það er geggjað æfingasvæðið og allt í kringum þetta mjög flott. Það er næs að vera hérna," segir Natasha.

Markmiðið hjá íslenska liðinu er alveg skýrt og það er að fara upp úr riðlinum á EM.

„Auðvitað er það markmiðið okkar," segir Natasha en í viðtalinu hér að ofan ræðir hún til dæmis líka um Val. Hún er lykilkona þar en það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Valskonum í Bestu deildinni í sumar.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Leikir Íslands á EM:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner